Vilja að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA 1. október 2009 08:15 Fjármálafyrirtækið Unimex og leiguflugsfélagið Travel Service hafa lagt fram sameiginlegt tilboð í tékkneska ríkisflugfélagið Czech Airlines (CSA). Tilboðið er háð því að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA. Travel Service er í meirihlutaeigu Icelandair. Tilboðið hljóðar upp á einn milljarðar tékkneskra króna eða ríflega 7 milljarða kr. Tapið af rekstrinum sem tilboðsaðilar vilja að tékkneska ríkið yfirtaki áður en af kaupunum verði nemur hinsvegar tæpum 5 milljörðum kr. að því er sérfræðingar telja. Í frétt um málið á Dow Jones fréttaveitunni segir að sem stendur sé eigið fé CSA neikvætt. Vladka Dufkova talskona Travel Service segir að tilboð þeirra og Unimex sé háð því að allt núverandi hlutafé CSA verði afskrifað að fullu. Hinsvegar séu tilboðshafarnir tilbúnir til að yfirtaka allar aðrar fjárhagslegar skuldbindingar CSA sem eru taldar nema rúmlega 90 milljörðum kr. Þar á meðal eru flugvélaleigusamningar. Tékknesk stjórnvöld hafa ekki sett neinn lokafrest á að svara tilboðinu í CSA. Hinsvegar segir Jakub Haas talsmaður tékkneska fjármálaráðuneytisins að ákvörðun muni liggja fyrir í næsta mánuði. Mest lesið Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fjármálafyrirtækið Unimex og leiguflugsfélagið Travel Service hafa lagt fram sameiginlegt tilboð í tékkneska ríkisflugfélagið Czech Airlines (CSA). Tilboðið er háð því að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA. Travel Service er í meirihlutaeigu Icelandair. Tilboðið hljóðar upp á einn milljarðar tékkneskra króna eða ríflega 7 milljarða kr. Tapið af rekstrinum sem tilboðsaðilar vilja að tékkneska ríkið yfirtaki áður en af kaupunum verði nemur hinsvegar tæpum 5 milljörðum kr. að því er sérfræðingar telja. Í frétt um málið á Dow Jones fréttaveitunni segir að sem stendur sé eigið fé CSA neikvætt. Vladka Dufkova talskona Travel Service segir að tilboð þeirra og Unimex sé háð því að allt núverandi hlutafé CSA verði afskrifað að fullu. Hinsvegar séu tilboðshafarnir tilbúnir til að yfirtaka allar aðrar fjárhagslegar skuldbindingar CSA sem eru taldar nema rúmlega 90 milljörðum kr. Þar á meðal eru flugvélaleigusamningar. Tékknesk stjórnvöld hafa ekki sett neinn lokafrest á að svara tilboðinu í CSA. Hinsvegar segir Jakub Haas talsmaður tékkneska fjármálaráðuneytisins að ákvörðun muni liggja fyrir í næsta mánuði.
Mest lesið Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira