Innlent

Óðinn valdi Þorgerði besta ræðumanninn

Óðinsmenn hrifust af framgöngu Þorgerðar á landsfundinum.
Óðinsmenn hrifust af framgöngu Þorgerðar á landsfundinum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður var ræðumaður nýafstaðins landsfundar Sjálfstæðisflokksins, að mati Óðins, félags launþega í Sjálfstæðisflokknum. Í öðru sæti var Davíð Oddsson og í þriðja sæti var Kristján Þór Júlíusson. Meðal umsagna sem ræða Þorgerðar fékk frá Óðni var að hún hefði verið kraftmikil, heiðarleg, vel skrifuð og að hún hefði náð vel til áhorfendanna.

Málfundafélagið Óðinn, félag launþega í Sjálfstæðisflokknum var stofnað 29. mars 1938. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að frá stofnun þess hafi eitt helsta hlutverk félagsins verið að skipuleggja baráttu sjálfstæðismanna í verkalýðshreyfingunni í Reykjavík en félagið hafi einnig verið samstarfs- og samkomuvettvangur launamanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×