"Við spiluðum vel. Við byrjuðum vel í vörninni og hittum vel fyrir utan. Það var mikilvægt að byrja vel," sagði Jakob Sigurðarsson í samtali við Stöð 2 Sport eftir sigur KR-inga á Keflavík í kvöld.
Jakob skoraði 21 stig í 97-88 sigri KR sem var nokkuð öruggur, en með ummælum sínum átti hann eflaust við það hvað KR-ingar hafa átt það til að vera lengi í gang í leikjum sínum að undanförnu - síðast gegn Keflavík í vesturbænum á sunnudaginn.
Jakob var spurður að því hvort erfitt væri að halda einbeitingunni á ótrúlegri sigurgöngu KR, en liðið hefur sem kunnugt er unnið alla 13 leiki sína í deildinni og raunar alla leiki sína á leiktíðinni í öllum keppnum.
"Það er erfitt að halda einbeitingu og vera alltaf á fullu en það hefur gengið vel hingað til og gerir það vonandi áfram," sagði Jakob.
KR-ingar komu tilbúnir til leiks í kvöld

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn




„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

