Jákvæðir bónusar Jón Kaldal skrifar 21. ágúst 2009 06:15 Hugmynd stjórnenda Straums um árangurstengdar greiðslur til starfsmanna bankans hafa vakið upp mikið hneykslunarbál. Menn hafa keppst hver um annan að henda sinni spýtu á köstinn, fullir vandlætingar á tillögunni. Bónushugmyndin er hins vegar langt í frá óskynsamleg á alla kanta. Hvatakerfi eru þekkt á ýmsum sviðum athafnalífsins, til dæmis í sjómennsku svo stuðst sé við hina gömlu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Ef vel fiskast fær öll áhöfnin hærri laun, og stærð hlutarins fer eftir stöðu og ábyrgð hvers og eins. Þetta er gott kerfi því allir græða. Sjómennirnir sem eru uppi í brú, á dekki og kokkurinn í eldhúsinu. Og auðvitað útgerðin líka. Aflaháir og reynslumiklir skipstjórar eru fyrir vikið eftirsóttir og dýrmætir starfskraftar. Vandamálið við hugmynd stjórnenda Straums er að hún var viðruð af röngu fólki á röngum tímapunkti. Ef nýir eigendur bankans, sem eru að stærstum hluta erlendir kröfuhafar en líka íslenskir lífeyrissjóðir, hefðu metið stöðuna sem svo að þeir gætu náð mestu af verðmætum sínum til baka frá Straumi, með því að innleiða launakerfi með bónusum, hefði það tæplegast valdið viðlíka viðbrögðum og stjórnendur bankans hafa mátt reyna á sínu skinni. Það þarf varla nema í meðallagi góða dómgreind til þess að átta sig á að það hljómar hörmulega að sama fólk og var við stjórn þegar bankinn féll, sé höfundar að áætlunum um að það fái tugmilljóna verðlaun fyrir að endurheimta hluta af eigum hans til baka. Þau hörðu viðbrögð sem hugmyndir stjórnenda Straums hafa vakið, gefa tilefni til að rifja upp vangaveltur sem birtust hér á þessum stað fyrir réttum sjö vikum. Þær snúa að uppgjöri annars banka sem skiptir þjóðina töluvert meira máli en Straumur. Samkvæmt frumvarpi um ríkisábyrgðina á Icesave-reikningnum verður það hlutverk skilanefndar Landsbankans að hámarka virði eigna bankans með því að ráðstafa þeim á sem hagkvæmastan hátt þegar það er talið tímabært, eins og það er orðað. Þetta þýðir að skilanefndin á að selja eignir Landsbankans fyrir hæsta mögulega verð á næstu sjö árum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikilvægt verkefni það er. Hver afraksturinn verður mun ráða úrslitum um þær upphæðir sem lenda á þjóðarbúinu vegna Icesave þegar upp er staðið. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig sem fyrst á að þetta er verkefni fyrir fólk sem er þaulvant alþjóðlegum viðskiptum. Það þarf vanan aflaskipstjóra og áhöfn, svo kunnugleg hugtök séu notuð. Því fólki þarf að greiða góð laun og einmitt hafa að auki einhvers konar hvatakerfi sem miðar að því að sem hæst verð fáist fyrir eignirnar. Til dæmis með því að fastsetja að ef hærra verð fæst fyrir þær en tiltekið metnaðarfullt markmið, geti þau, sem starfa við umsýslu og sölu eignanna, uppskorið ríkulega. Mjög auðvelt er að gera sér í hugarlund að þessi lýsing á mögulegri útfærslu nefndar um sölu eigna Landsbankans, hljómi skelfilega í eyrum þorra almennings. Hitt er þó alveg á hreinu að þjóðin hefur ekki efni á öðru en að öllum ráðum verði beitt til að tryggja hæsta mögulega verð fyrir eignir Landsbankans. Tugum milljarða getur munað á því hvernig til tekst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hugmynd stjórnenda Straums um árangurstengdar greiðslur til starfsmanna bankans hafa vakið upp mikið hneykslunarbál. Menn hafa keppst hver um annan að henda sinni spýtu á köstinn, fullir vandlætingar á tillögunni. Bónushugmyndin er hins vegar langt í frá óskynsamleg á alla kanta. Hvatakerfi eru þekkt á ýmsum sviðum athafnalífsins, til dæmis í sjómennsku svo stuðst sé við hina gömlu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Ef vel fiskast fær öll áhöfnin hærri laun, og stærð hlutarins fer eftir stöðu og ábyrgð hvers og eins. Þetta er gott kerfi því allir græða. Sjómennirnir sem eru uppi í brú, á dekki og kokkurinn í eldhúsinu. Og auðvitað útgerðin líka. Aflaháir og reynslumiklir skipstjórar eru fyrir vikið eftirsóttir og dýrmætir starfskraftar. Vandamálið við hugmynd stjórnenda Straums er að hún var viðruð af röngu fólki á röngum tímapunkti. Ef nýir eigendur bankans, sem eru að stærstum hluta erlendir kröfuhafar en líka íslenskir lífeyrissjóðir, hefðu metið stöðuna sem svo að þeir gætu náð mestu af verðmætum sínum til baka frá Straumi, með því að innleiða launakerfi með bónusum, hefði það tæplegast valdið viðlíka viðbrögðum og stjórnendur bankans hafa mátt reyna á sínu skinni. Það þarf varla nema í meðallagi góða dómgreind til þess að átta sig á að það hljómar hörmulega að sama fólk og var við stjórn þegar bankinn féll, sé höfundar að áætlunum um að það fái tugmilljóna verðlaun fyrir að endurheimta hluta af eigum hans til baka. Þau hörðu viðbrögð sem hugmyndir stjórnenda Straums hafa vakið, gefa tilefni til að rifja upp vangaveltur sem birtust hér á þessum stað fyrir réttum sjö vikum. Þær snúa að uppgjöri annars banka sem skiptir þjóðina töluvert meira máli en Straumur. Samkvæmt frumvarpi um ríkisábyrgðina á Icesave-reikningnum verður það hlutverk skilanefndar Landsbankans að hámarka virði eigna bankans með því að ráðstafa þeim á sem hagkvæmastan hátt þegar það er talið tímabært, eins og það er orðað. Þetta þýðir að skilanefndin á að selja eignir Landsbankans fyrir hæsta mögulega verð á næstu sjö árum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikilvægt verkefni það er. Hver afraksturinn verður mun ráða úrslitum um þær upphæðir sem lenda á þjóðarbúinu vegna Icesave þegar upp er staðið. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig sem fyrst á að þetta er verkefni fyrir fólk sem er þaulvant alþjóðlegum viðskiptum. Það þarf vanan aflaskipstjóra og áhöfn, svo kunnugleg hugtök séu notuð. Því fólki þarf að greiða góð laun og einmitt hafa að auki einhvers konar hvatakerfi sem miðar að því að sem hæst verð fáist fyrir eignirnar. Til dæmis með því að fastsetja að ef hærra verð fæst fyrir þær en tiltekið metnaðarfullt markmið, geti þau, sem starfa við umsýslu og sölu eignanna, uppskorið ríkulega. Mjög auðvelt er að gera sér í hugarlund að þessi lýsing á mögulegri útfærslu nefndar um sölu eigna Landsbankans, hljómi skelfilega í eyrum þorra almennings. Hitt er þó alveg á hreinu að þjóðin hefur ekki efni á öðru en að öllum ráðum verði beitt til að tryggja hæsta mögulega verð fyrir eignir Landsbankans. Tugum milljarða getur munað á því hvernig til tekst.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar