Ecclestone segir dóm Briatore of harðan 24. september 2009 10:12 Flavio Briatore og Pat Symonds voru báðir dæmdir í bann frá Formúlu 1. Briatore í ótímabundið bann og Symonds í fimm ára bann. Mynd: Getty Images Bernie Ecclestone sem oft virðist ráða gangi mála í Formúlu 1 segir að dómur FIA yfir Flavio Briatore hafi verið alltof harður. Hann var dæmdur í ótímabundið bann frá Formúlu 1 vegna svindlmáls í Singapúr í fyrra. "Það voru aðeins þrír aðilar sem vissu af þessu samsæri, Briatore, Pat Symonds og Nelson Piquet. Það er búið að afgreiða þá seku, en Briatore fannst mér alltof hart dæmdur. Ég var í nefndinni sem átti hlut að máli og tek því á mig að hann var of hart dæmdur", sagði Ecclestone um málið. "Briatore hefði átt að biðjast afsökunar, frekar en að bera á móti því að hann hefði gerst sekur um svindl. Svo finnst mér ekki gáfulegt ef hann ætlar að fara í einkamál við FIA. Hann ætti frekar að biðja um vægð hjá áfrýjunardómstóli FIA og viðurkenna mistök sín. Almennur dómur gæti sagt að hann hefði sent ungan strák út opinn dauðann með því að segja honum að klessa á vegg. Við erum vinir, en hann hefur ekki talað við mig nýlega. Telur trúlega að ég hefði átt að verja hann. En ég gat það ekki." Symonds hefur beðist afsökunar á atvikinu í Singapúr eins og Piquet, en ekki Briatore. Ítarlega verður fjallað um svindlmálið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 20.00. Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Bernie Ecclestone sem oft virðist ráða gangi mála í Formúlu 1 segir að dómur FIA yfir Flavio Briatore hafi verið alltof harður. Hann var dæmdur í ótímabundið bann frá Formúlu 1 vegna svindlmáls í Singapúr í fyrra. "Það voru aðeins þrír aðilar sem vissu af þessu samsæri, Briatore, Pat Symonds og Nelson Piquet. Það er búið að afgreiða þá seku, en Briatore fannst mér alltof hart dæmdur. Ég var í nefndinni sem átti hlut að máli og tek því á mig að hann var of hart dæmdur", sagði Ecclestone um málið. "Briatore hefði átt að biðjast afsökunar, frekar en að bera á móti því að hann hefði gerst sekur um svindl. Svo finnst mér ekki gáfulegt ef hann ætlar að fara í einkamál við FIA. Hann ætti frekar að biðja um vægð hjá áfrýjunardómstóli FIA og viðurkenna mistök sín. Almennur dómur gæti sagt að hann hefði sent ungan strák út opinn dauðann með því að segja honum að klessa á vegg. Við erum vinir, en hann hefur ekki talað við mig nýlega. Telur trúlega að ég hefði átt að verja hann. En ég gat það ekki." Symonds hefur beðist afsökunar á atvikinu í Singapúr eins og Piquet, en ekki Briatore. Ítarlega verður fjallað um svindlmálið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 20.00.
Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira