Pranger bjargaði andliti Austurríkismanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2009 13:14 Manfred Pranger í brekkunni í dag. Nordic Photos / Getty Images Manfred Pranger vann í dag gull í svigi karla á HM í alpagreinum sem fer fram í Val d'Isere í Frakklandi. Pranger var fyrstur eftir fyrri ferðina og náði að standa af sér þá síðari einnig en fjöldamargir keppenda féllu úr leik í dag - líka þeir íslensku. Björgvin Björgvinsson féll úr leik í síðari ferðinni og Stefán Jón Sigurgeirsson í þeirri síðari. Þetta voru ekki nema önnur gullverðlaun Austurríkismanna á mótinu en Sviss, Bandaríkin og Þýskalandi unnu einnig tvö gull. Julien Lizeroux frá Frakklandi varð annar í dag við mikinn fögnuð heimamanna og Michael Janyk frá Kanada þriðji. Janyk náði reyndar aðeins tíunda besta tímanum eftir fyrri ferðina en ekki nema tveir af þeim átta besti eftir fyrri ferðina tókst að klára þá síðari. Skilyrði voru afar erfið í brautinni og mikill munur á tíma þeirra 30 efstu eftir fyrri ferðina. Það var ekki fyrr en að kom að Benjamin Raich frá Austurríki að spenna fór að færast í aukana. Hann var 1,51 sekúndum á eftir Pranger sem var fljótastur í fyrri ferðinni. Raich var fyrir keppni dagsins eini austurríski karlmaðurinn sem hafði fengið verðlaun á mótinu sem eru merkilegar fréttir þar sem Austurríki hefur yfirleitt náð besta árangrinum á stórmótum sem þessum. En Raich féll úr leik. Næsti maður, Manfred Moelgg frá Ítalíu, féll einnig úr leik og hið sama má segja um Bandaríkjamanninn Ted Ligety. Þá voru flestir farnir að trúa því að Janyk gæti náð í verðlaun í keppninni. En gull var það ekki. Heimamaðurinn Julien Lizeroux náði að komast nokkuð klakklaust niður brautina og náði besta tímanum, 51,50 sekúndum og samtals var hann 1,22 sekúndum á undan Janyk. Næstur kom annar heimamaður, Jean-Baptiste Grange, en hann náði ekki heldur að klára, ekki frekar en Svíinn Johan Brolenius sem var ekki nema 0,04 sekúndum á eftir Pranger í fyrri ferðinni. Þá var komið að Pranger. Hann ákvað að taka engar áhættur, nýta forskotið sitt og það virkaði. Hann tapaði vissulega tíma á Lizeroux en náði þó að standa af sér allar hindranir og komast í mark á sigurtímanum, 1:44,17. Erlendar Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Manfred Pranger vann í dag gull í svigi karla á HM í alpagreinum sem fer fram í Val d'Isere í Frakklandi. Pranger var fyrstur eftir fyrri ferðina og náði að standa af sér þá síðari einnig en fjöldamargir keppenda féllu úr leik í dag - líka þeir íslensku. Björgvin Björgvinsson féll úr leik í síðari ferðinni og Stefán Jón Sigurgeirsson í þeirri síðari. Þetta voru ekki nema önnur gullverðlaun Austurríkismanna á mótinu en Sviss, Bandaríkin og Þýskalandi unnu einnig tvö gull. Julien Lizeroux frá Frakklandi varð annar í dag við mikinn fögnuð heimamanna og Michael Janyk frá Kanada þriðji. Janyk náði reyndar aðeins tíunda besta tímanum eftir fyrri ferðina en ekki nema tveir af þeim átta besti eftir fyrri ferðina tókst að klára þá síðari. Skilyrði voru afar erfið í brautinni og mikill munur á tíma þeirra 30 efstu eftir fyrri ferðina. Það var ekki fyrr en að kom að Benjamin Raich frá Austurríki að spenna fór að færast í aukana. Hann var 1,51 sekúndum á eftir Pranger sem var fljótastur í fyrri ferðinni. Raich var fyrir keppni dagsins eini austurríski karlmaðurinn sem hafði fengið verðlaun á mótinu sem eru merkilegar fréttir þar sem Austurríki hefur yfirleitt náð besta árangrinum á stórmótum sem þessum. En Raich féll úr leik. Næsti maður, Manfred Moelgg frá Ítalíu, féll einnig úr leik og hið sama má segja um Bandaríkjamanninn Ted Ligety. Þá voru flestir farnir að trúa því að Janyk gæti náð í verðlaun í keppninni. En gull var það ekki. Heimamaðurinn Julien Lizeroux náði að komast nokkuð klakklaust niður brautina og náði besta tímanum, 51,50 sekúndum og samtals var hann 1,22 sekúndum á undan Janyk. Næstur kom annar heimamaður, Jean-Baptiste Grange, en hann náði ekki heldur að klára, ekki frekar en Svíinn Johan Brolenius sem var ekki nema 0,04 sekúndum á eftir Pranger í fyrri ferðinni. Þá var komið að Pranger. Hann ákvað að taka engar áhættur, nýta forskotið sitt og það virkaði. Hann tapaði vissulega tíma á Lizeroux en náði þó að standa af sér allar hindranir og komast í mark á sigurtímanum, 1:44,17.
Erlendar Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira