Sviptingar framundan á ökumannsmarkaðnum 26. ágúst 2009 09:23 Ef Fernando Alonso fer til Ferrari frá Renault, þá er mögulegt að Robert Kubica komi í hans stað. Kappaksturinn á Spa er um næstu helgi og mitt í undirbúningi fyrir hann er stöðug umræða um hina ýmsu ökumenn sem skipta munu um lið fyrir næsta tímabil eða möguleika þeirra sem eru með lausa samning í lok árs. Stærsta spurning er hvort rétt reynist að Fernando Alomso hjá Renault sé að fara til Ferrari og Kimi Raikkönen færi sig um set í hans stað eða hætti hreinlega í Formúlu 1 og fari í rallakstur. Sú breyting gæti opnað ökumannsmarkaðinn upp á gátt. Í ljósi þess að BMW hættir í lok ársins, þá eru Nick Heidfeld og Robert Kubica lausir allra mála. Kubica hefur verið orðaður við Williams og Renault, og Nico Rosberg við McLaren. Þá eru Heikki Kovalainen, Jarno Trulli og Giancarlo Fisihcella ekki með samninga fyrir næsta ári og staða þeirra ótrygg hjá núverandi liðum. Þrjú ný lið verða í Formúlu 1 á næsta ári og þar myndast pláss fyrir sex ökumenn. Líklegt er að reynsluboltar eigi stóran sjéns á að komast að hjá nýjum liðum. Þróunarökumaður McLaren, Pedro de la Rosa þykir líklegur hjá nýju spönsku liði sem heitir Campos. Þá hefur USF1 rætt við hann og Alexander Wurz um starf ökumanns. Stærsta spurningin er þó hvert Alonso fer og sumir telja mögulegt að Ferrari tilkynni komu hans á ítalska kappakstrinum á Monza eftir þrjár vikur. Ef það verður, þá verður handagangur í öskjunni og forráðamenn annarra liða verða tryggja sér trausta ökumenn með hraði. Sjá brautarlýsingu og tölfræði fyrir Spa Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Kappaksturinn á Spa er um næstu helgi og mitt í undirbúningi fyrir hann er stöðug umræða um hina ýmsu ökumenn sem skipta munu um lið fyrir næsta tímabil eða möguleika þeirra sem eru með lausa samning í lok árs. Stærsta spurning er hvort rétt reynist að Fernando Alomso hjá Renault sé að fara til Ferrari og Kimi Raikkönen færi sig um set í hans stað eða hætti hreinlega í Formúlu 1 og fari í rallakstur. Sú breyting gæti opnað ökumannsmarkaðinn upp á gátt. Í ljósi þess að BMW hættir í lok ársins, þá eru Nick Heidfeld og Robert Kubica lausir allra mála. Kubica hefur verið orðaður við Williams og Renault, og Nico Rosberg við McLaren. Þá eru Heikki Kovalainen, Jarno Trulli og Giancarlo Fisihcella ekki með samninga fyrir næsta ári og staða þeirra ótrygg hjá núverandi liðum. Þrjú ný lið verða í Formúlu 1 á næsta ári og þar myndast pláss fyrir sex ökumenn. Líklegt er að reynsluboltar eigi stóran sjéns á að komast að hjá nýjum liðum. Þróunarökumaður McLaren, Pedro de la Rosa þykir líklegur hjá nýju spönsku liði sem heitir Campos. Þá hefur USF1 rætt við hann og Alexander Wurz um starf ökumanns. Stærsta spurningin er þó hvert Alonso fer og sumir telja mögulegt að Ferrari tilkynni komu hans á ítalska kappakstrinum á Monza eftir þrjár vikur. Ef það verður, þá verður handagangur í öskjunni og forráðamenn annarra liða verða tryggja sér trausta ökumenn með hraði. Sjá brautarlýsingu og tölfræði fyrir Spa
Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira