Segir forsætisráðherra sýna ábyrgðarleysi 3. apríl 2009 05:45 Guðlaugur Þór Þórðarson „Forsætisráðherra sagði það afdráttarlaust að það ætti að fara í aðgerðirnar en er alveg áhyggjulaus um afleiðingarnar og það er eins óábyrgt og það getur orðið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær hvaða áhrif það hefði á greiðslugetu sjávarútvegsfyrirtækjanna ef farin yrði svokölluð fyrningarleið. Samkvæmt henni myndi ríkið yfirtaka veiðiheimildirnar á allt að tuttugu árum. Þær myndu því fyrnast um fimm prósent á ári hjá þeim sem nú hafa þær. „Það eina sem ég uppskar var að hún lofaði að fara þessa leið en ég var ekki að spyrja um það,“ segir Guðlaugur. „Þetta er mjög sérstakt því miðað við þær forsendur sem liggja fyrir, og hefur meðal annars verið greint frá í Fréttablaðinu, þá þýðir þetta það að sjávarútvegsfyrirtækin, sem skulda á bilinu 400 til 500 milljarða, munu ekki ráða við þessa skattheimtu og fara í þrot og ekki nóg með það heldur taka bankana með sér.“ Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að vel sé hægt að fara þessa leið án þess að sjávarútvegsfyrirtækin kikni undan og að hún taki málflutningnum um afleiðingar fyrningarleiðarinnar sem hræðsluáróðri þeirra sem eru leiðinni mótfallnir. Til dæmis hafi útgerðin mætt um þrjátíu prósenta skerðingu aflaheimilda árið 2007 og fyrningarleiðin sé afar hófstilltur niðurskurður í því samhengi. „Það verður farið í þetta í samvinnu við útgerðina og með þeim hætti að það ættu allir að getað lifað við það,“ segir hún. - jse Kosningar 2009 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Forsætisráðherra sagði það afdráttarlaust að það ætti að fara í aðgerðirnar en er alveg áhyggjulaus um afleiðingarnar og það er eins óábyrgt og það getur orðið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær hvaða áhrif það hefði á greiðslugetu sjávarútvegsfyrirtækjanna ef farin yrði svokölluð fyrningarleið. Samkvæmt henni myndi ríkið yfirtaka veiðiheimildirnar á allt að tuttugu árum. Þær myndu því fyrnast um fimm prósent á ári hjá þeim sem nú hafa þær. „Það eina sem ég uppskar var að hún lofaði að fara þessa leið en ég var ekki að spyrja um það,“ segir Guðlaugur. „Þetta er mjög sérstakt því miðað við þær forsendur sem liggja fyrir, og hefur meðal annars verið greint frá í Fréttablaðinu, þá þýðir þetta það að sjávarútvegsfyrirtækin, sem skulda á bilinu 400 til 500 milljarða, munu ekki ráða við þessa skattheimtu og fara í þrot og ekki nóg með það heldur taka bankana með sér.“ Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að vel sé hægt að fara þessa leið án þess að sjávarútvegsfyrirtækin kikni undan og að hún taki málflutningnum um afleiðingar fyrningarleiðarinnar sem hræðsluáróðri þeirra sem eru leiðinni mótfallnir. Til dæmis hafi útgerðin mætt um þrjátíu prósenta skerðingu aflaheimilda árið 2007 og fyrningarleiðin sé afar hófstilltur niðurskurður í því samhengi. „Það verður farið í þetta í samvinnu við útgerðina og með þeim hætti að það ættu allir að getað lifað við það,“ segir hún. - jse
Kosningar 2009 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira