Facebook Inc. fjölgar starfsmönnum um 40-50% 25. ágúst 2009 10:42 Facebook Inc., sem á og rekur samskiptavefinn Facebook, mun fjölga starfsmönnum sínum um 40-50 prósent á þessu ári að sögn hins 25 ára gamla forstjóra fyrirtækisins, Mark Zuckerberg. „Það eru fá fyrirtæki að ráða til sín fólk í dag. Margir mjög hæfir verkfræðingar eru atvinnulausir og það er því úr miklu að moða fyrir okkur í því árferði sem nú ríkir," segir forstjórinn í samtali við Bloomberg fréttaveituna. Facebook Inc. hefur um eitt þúsund starfsmenn á sínum snærum en fyrirtækið heldur að sér höndum og reynir eftir fremsta megni að halda kostnaði í lágmarki þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til þess að fyrirtækið skili jákvæðu sjóðstreymi á næsta ári. Nýsköpunarfyrirtæki líkt og Facebook Inc. eru gjarnan með neikvætt sjóðstreymi á fyrstu rekstrarárum sínum þar sem stofnkostnaður er vanalega hár. Í maí á þessu ári flutti Facebook Inc. í áratugagamalt húsnæði í Kaliforníu sem Zuckerberg kallar neðanjarðarbyrgið. Þar eru engin gólfefni heldur aðeins steypt gólf og auk þess eru eldgamlir límmiðar á útidyrahurð húsnæðisins. „Við erum mun nær upphafinu en endanum og því vil ég að fyrirtækið sé staðsett í byggingu sem líkist mjög stórum bílskúr heldur en að vera í nýtískulegri byggingu. Það lýsir okkar fyrirtæki best," segir forstjórinn ungi. Facebook samskiptavefurinn hefur vaxið gríðarlega og eru nú yfir 250 milljón notendur á samskiptavefnum. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Facebook Inc., sem á og rekur samskiptavefinn Facebook, mun fjölga starfsmönnum sínum um 40-50 prósent á þessu ári að sögn hins 25 ára gamla forstjóra fyrirtækisins, Mark Zuckerberg. „Það eru fá fyrirtæki að ráða til sín fólk í dag. Margir mjög hæfir verkfræðingar eru atvinnulausir og það er því úr miklu að moða fyrir okkur í því árferði sem nú ríkir," segir forstjórinn í samtali við Bloomberg fréttaveituna. Facebook Inc. hefur um eitt þúsund starfsmenn á sínum snærum en fyrirtækið heldur að sér höndum og reynir eftir fremsta megni að halda kostnaði í lágmarki þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til þess að fyrirtækið skili jákvæðu sjóðstreymi á næsta ári. Nýsköpunarfyrirtæki líkt og Facebook Inc. eru gjarnan með neikvætt sjóðstreymi á fyrstu rekstrarárum sínum þar sem stofnkostnaður er vanalega hár. Í maí á þessu ári flutti Facebook Inc. í áratugagamalt húsnæði í Kaliforníu sem Zuckerberg kallar neðanjarðarbyrgið. Þar eru engin gólfefni heldur aðeins steypt gólf og auk þess eru eldgamlir límmiðar á útidyrahurð húsnæðisins. „Við erum mun nær upphafinu en endanum og því vil ég að fyrirtækið sé staðsett í byggingu sem líkist mjög stórum bílskúr heldur en að vera í nýtískulegri byggingu. Það lýsir okkar fyrirtæki best," segir forstjórinn ungi. Facebook samskiptavefurinn hefur vaxið gríðarlega og eru nú yfir 250 milljón notendur á samskiptavefnum.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira