Cayman eyjar á barmi gjaldþrots og íhuga skattheimtu 2. september 2009 09:16 Hið opinbera á Cayman eyjum rambar nú á barmi gjaldþrots og hafa stjórnvöld því íhugað að koma á fót skattheimtu á eyjunum til að bregðast við ástandinu. Bresk stjórnvöld, sem eyjarnar heyra undir, hafa hafnað því að draga stjórn Cayman að landi hvað þetta varðar. Fjöldi af auðugasta fólki heimsins hefur löngum sleikt sólina á Cayman eyjum og notað þær sem skattaskjól. Þarna er skráður mesti fjölda vogunarsjóða í heiminum og þar er fimmtu stærstu bankamiðstöð heimsins að finna. Þessir aðilar borga ekki skatta heldur aðeins minniháttar gjöld fyrir að fá að starfa á eyjunum. En það hefur ekki dugað til að halda uppi opinberri þjónustu á eyjunum. Opinberir starfsmenn fá ekki lengur lífeyrisgreiðslur eða sjúkratryggingar greiddar í launaumslögum sínum. Verktakar og aðrir sem eiga í viðskiptum við hið opinbera hafa ekki fengið reikninga sína greidda. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian grátbað landsstjóri Cayman-eyja, William Mckeeva Bush, bresk stjórnvöld um 190 milljón punda lán. Svarið á móti var krafa um að eyjarnar myndu draga úr lántökum sínum og skera niður skuldir sínar. Í bréfi frá breska fjármálaráðuneytinu var Bush bent á að taka upp skatta, til dæmis tekju- og eignaskatta. Þetta hefur sent skjálftabylgju út meðal vellauðugra íbúa á eyjunum. Bæði Paul Allen annar stofnandi Microsoft og kylfingurinn Tiger Woods eru með heimahöfn fyrir snekkjur sínar á eyjunum. Hinir vellauðugu eru þó aðeins brot af íbúafjöldanum á Cayman. Langflestir eyjaskeggja eru fátækt fólk sem lifir í einföldum einnar hæðar múrsteinshúsum. Flestir þeirra lifa af því að þjónusta hina auðugu. Það er fjármálakreppan í heiminum sem skilið hefur eftir risastórt gat í fjárlögum eyjarinnar og þar að auki hafa bandarískir ferðamenn ekki lengur efni á að koma í heimsóknir. Fjárlagagatið stafar einkum af því að á uppgangsárunum, áður en bólan sprakk, var farið í viðamiklar endurbætur á úr sér gengnum innviðum eyjarinar. Endurbætur sem voru fjármagnaðar með lánum. Veislan er búin en reikningarnir bíða. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hið opinbera á Cayman eyjum rambar nú á barmi gjaldþrots og hafa stjórnvöld því íhugað að koma á fót skattheimtu á eyjunum til að bregðast við ástandinu. Bresk stjórnvöld, sem eyjarnar heyra undir, hafa hafnað því að draga stjórn Cayman að landi hvað þetta varðar. Fjöldi af auðugasta fólki heimsins hefur löngum sleikt sólina á Cayman eyjum og notað þær sem skattaskjól. Þarna er skráður mesti fjölda vogunarsjóða í heiminum og þar er fimmtu stærstu bankamiðstöð heimsins að finna. Þessir aðilar borga ekki skatta heldur aðeins minniháttar gjöld fyrir að fá að starfa á eyjunum. En það hefur ekki dugað til að halda uppi opinberri þjónustu á eyjunum. Opinberir starfsmenn fá ekki lengur lífeyrisgreiðslur eða sjúkratryggingar greiddar í launaumslögum sínum. Verktakar og aðrir sem eiga í viðskiptum við hið opinbera hafa ekki fengið reikninga sína greidda. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian grátbað landsstjóri Cayman-eyja, William Mckeeva Bush, bresk stjórnvöld um 190 milljón punda lán. Svarið á móti var krafa um að eyjarnar myndu draga úr lántökum sínum og skera niður skuldir sínar. Í bréfi frá breska fjármálaráðuneytinu var Bush bent á að taka upp skatta, til dæmis tekju- og eignaskatta. Þetta hefur sent skjálftabylgju út meðal vellauðugra íbúa á eyjunum. Bæði Paul Allen annar stofnandi Microsoft og kylfingurinn Tiger Woods eru með heimahöfn fyrir snekkjur sínar á eyjunum. Hinir vellauðugu eru þó aðeins brot af íbúafjöldanum á Cayman. Langflestir eyjaskeggja eru fátækt fólk sem lifir í einföldum einnar hæðar múrsteinshúsum. Flestir þeirra lifa af því að þjónusta hina auðugu. Það er fjármálakreppan í heiminum sem skilið hefur eftir risastórt gat í fjárlögum eyjarinnar og þar að auki hafa bandarískir ferðamenn ekki lengur efni á að koma í heimsóknir. Fjárlagagatið stafar einkum af því að á uppgangsárunum, áður en bólan sprakk, var farið í viðamiklar endurbætur á úr sér gengnum innviðum eyjarinar. Endurbætur sem voru fjármagnaðar með lánum. Veislan er búin en reikningarnir bíða.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira