Piquet: Ég er fórnarlambið í svindlmálinu 6. október 2009 09:36 Nelson Piquet hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikurnar. Mynd: Getty Images Nelson Piquet sem varð uppvís að því að keyra viljandi á vegg til að hlýða yfirboðurum sínum í Singapúr kappakstrinum í fyrra segist vera fórnarlamb í málinu. Hann telur ólíklegt að hann fái starf í Formúlu 1 aftur. Yfirmenn hans, Flavio Briatore og Pat Symonds voru dæmdir í bann en Piquet fékk friðhelgi fyrir að vitna. En yfirmenn nokkurra Formúlu 1 liða sögðu um helgina að þeir myndu aldrei ráða Piquet til starfa eftir uppákomuna. Piquet er 24 ára gamall og sonur fyrrum meistara með sama nafni. "Það hefur engum verið refsað eins mikið og mér. Ég þarf að byrja frá grunni og réttlæta mig, sama í hvaða mótaröð ég fer í. Mér gafst ekki færi á að hugleiða bón yfirmanna minna og ef faðir minn hefði verið á staðnum, þá hefði hann aldrei leyft mér að gera þetta", sagði Piquet, en faðir hans er líka umboðsmaður hans. "Ég opinberaði málið svo engin annar ökumaður þyrfti að þola sömu meðferð og ég. Mér var hótað samningsrofi, mót frá móti og gat ekki verið ég sjálfur við þessar aðstæður. Briatore var ósáttur við gengi Renault og tók það út á mér." Næsta Formúlu 1 keppni er á heimaslíðum Piquet á Interlagos í Brasilíu. Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Nelson Piquet sem varð uppvís að því að keyra viljandi á vegg til að hlýða yfirboðurum sínum í Singapúr kappakstrinum í fyrra segist vera fórnarlamb í málinu. Hann telur ólíklegt að hann fái starf í Formúlu 1 aftur. Yfirmenn hans, Flavio Briatore og Pat Symonds voru dæmdir í bann en Piquet fékk friðhelgi fyrir að vitna. En yfirmenn nokkurra Formúlu 1 liða sögðu um helgina að þeir myndu aldrei ráða Piquet til starfa eftir uppákomuna. Piquet er 24 ára gamall og sonur fyrrum meistara með sama nafni. "Það hefur engum verið refsað eins mikið og mér. Ég þarf að byrja frá grunni og réttlæta mig, sama í hvaða mótaröð ég fer í. Mér gafst ekki færi á að hugleiða bón yfirmanna minna og ef faðir minn hefði verið á staðnum, þá hefði hann aldrei leyft mér að gera þetta", sagði Piquet, en faðir hans er líka umboðsmaður hans. "Ég opinberaði málið svo engin annar ökumaður þyrfti að þola sömu meðferð og ég. Mér var hótað samningsrofi, mót frá móti og gat ekki verið ég sjálfur við þessar aðstæður. Briatore var ósáttur við gengi Renault og tók það út á mér." Næsta Formúlu 1 keppni er á heimaslíðum Piquet á Interlagos í Brasilíu.
Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira