Massa og Schumacher í Abu Dhabi 30. október 2009 19:53 Felipe Massa og Michael Schumacher á mótsstað í Abu Dhabi. mynd: Getty Images Félagarnir Michael Schumacher og Felipe Massa eru báðir að spóka sig á nýja mótssvæðinu í Abu Dhabi, en brautin var vígð í dag. Ökumenn eru heillaðir af aðstæðum og telja margir að vonlaust verði að toppa aðstöðuna á mótssvæðinu. Massa má ekki keppa vegna meiðsla sem hann hlaut í Ungverjalandi í sumar en vildi mæta á mótssvæðið og skoða brautina, enda keppir hann með Ferrrari á næsta ári ásamt Fernando Alonso. Alonso sagði í dag að það væri tregablandið að keppa í siðasta skipti með Renault í mótinu í Abu Dhabi, en hann á marga vini innan Renault liðsins. Hann vann tvo titla með liðinu, árin 2005 og 2006. Miklar hræringar verða á næstunni á ökumannsmarkaðnum og óljóst er hvað Kimi Raikkönen tekur sér fyrir hendur, í ljósi þess að Ferrari ákvað að leysa hann undan samningi. Japaninn Kamui Kobayashi ók mjög vel fyrir Toyota í dag og gæti tryggt sér sæti með liðinu í stað Timo Glock og Jarno Trulli sem virðast vera á útleið, í það minnsta annar þeirra. Sýnt er frá æfingum í Abu Dhabi kl. 20.30 á Stöð 2 Sport í kvöld og 3 útsendingar eru á laugardag frá mótssvæðinu. Sjá brautarllýsingu frá Abu Dhabi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Félagarnir Michael Schumacher og Felipe Massa eru báðir að spóka sig á nýja mótssvæðinu í Abu Dhabi, en brautin var vígð í dag. Ökumenn eru heillaðir af aðstæðum og telja margir að vonlaust verði að toppa aðstöðuna á mótssvæðinu. Massa má ekki keppa vegna meiðsla sem hann hlaut í Ungverjalandi í sumar en vildi mæta á mótssvæðið og skoða brautina, enda keppir hann með Ferrrari á næsta ári ásamt Fernando Alonso. Alonso sagði í dag að það væri tregablandið að keppa í siðasta skipti með Renault í mótinu í Abu Dhabi, en hann á marga vini innan Renault liðsins. Hann vann tvo titla með liðinu, árin 2005 og 2006. Miklar hræringar verða á næstunni á ökumannsmarkaðnum og óljóst er hvað Kimi Raikkönen tekur sér fyrir hendur, í ljósi þess að Ferrari ákvað að leysa hann undan samningi. Japaninn Kamui Kobayashi ók mjög vel fyrir Toyota í dag og gæti tryggt sér sæti með liðinu í stað Timo Glock og Jarno Trulli sem virðast vera á útleið, í það minnsta annar þeirra. Sýnt er frá æfingum í Abu Dhabi kl. 20.30 á Stöð 2 Sport í kvöld og 3 útsendingar eru á laugardag frá mótssvæðinu. Sjá brautarllýsingu frá Abu Dhabi
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira