Fótbolti

AC Milan neitar því að vera á eftir Adriano

Ómar Þorgeirsson skrifar
Adriano í leik með Inter.
Adriano í leik með Inter. Nordic photos/AFP

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að AC Milan sé að skipuleggja óvænt boð í brasilíska framherjann Adriano sem hætti hjá erkifjendunum í Inter fyrr á þessu ári.

Adriano hefur fundið sitt gamla form með Flamengo í Brasilíu og talið er að félög á Ítalíu muni reyna að freista hans þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Stjórnarformaðurinn Ariedo Braida hjá AC Milan fór til Brasilíu á dögunum og ítalskir fjölmiðlar vilja meina að hann hafi þá farið á fund Adriano en Braida neitar því staðfastlega.

„Ég fór vissulega til Brasilíu en ég fór ekki sérstaklega til þess að fylgjast með Adriano né heldur öðrum leikmönnum Flamengo. Ég fer tvisvar til þrisvar sinnum til Brasilíu á ári til þess að heimsækja vini og þá fer ég stundum á leiki í brasilíska boltanum. Málið er ekkert flóknara en það," útskýrir Braida í viðtali við brasilíska fjölmiðilinn Lance.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×