Landic Property VII, eitt af dótturfélögum Landic Property á Norðurlöndunum hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Tilkynning um gjaldþrotaskiptin barst kauphöllinni í Stokkhólmi í dag.
Í frétt um málið á business.dk segir að félagið hafi áður verið eitt af Keops-fasteignafélögunum en er nú komið í þrot þar sem ekki tókst að endurskipuleggja reksturinn. Eitt af höfuðatriðunum í þeirri endurskipulagningu var salan á eigninni Medicinaren í Svíþjóð en sú salan gekk ekki eftir.
Þar að auki var áætlunin sú að eigendur skuldabréfa á félagið myndu breyta þeim bréfum yfir í hlutafé. Þessi hópur ákvað á fundi að gera slíkt ekki.
Landic Property VII kemur við sögu í tilkynningu Landic Property frá því í apríl s.l. þegar móðurfélagið sótti um greiðslustöðvun við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Í tilkynningunni sagði að dótturfélög Landic Property sem eiga og reka fasteignir félagsins í Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og Finnlandi eru ekki í greiðslustöðvun og gildir greiðslustöðvunin m.a. ekki um Landic Property Bonds VII (Stokkhólm) A/S en nokkur fjöldi annara félaga var einnig nefndur til sögunnar.
Frá þessum tíma hefur verið reynt að tryggja rekstur félagsins eins og áður segir en það var ekki mögulegt.