Verið að traðka á stjórnarskránni í boði Framsóknar 2. apríl 2009 21:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Framsóknarflokkinn í kvöld. MYND/GVA Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum á Alþingi í kvöld að ekki væri hægt að tala um málþóf þegar stjórnarskráin væri til umræðu. Hún sagði að ekki einungis aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar væri í boði Framsóknarflokksins heldur væri einnig verið að traðka á stjórnarskránni í boði flokksins. Fjölmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræddu fundarstjórn forseta á þingfundinum þegar stjórnarskrárfrumvarp ríkisstjórnarinn var til umræðu. Þeir kröfðu Einar Már Sigurðarson, varaforseta sem stýrði þingfundinum, um svör hvenær fundinum lyki og hvort von væri á enn einum næturfundinum. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ótækt að halda áfram með þessum hætti. Hún kallaði eftir því að flutningsmenn frumvarpsins yrðu viðstaddir umræðuna. Þetta eru ámælisverð vinnubrögð, sagði Jón Gunnarsson flokksbróður Arnbjargar. Hann sagði að ekkert tillit væri tekið til þeirra óska og spurninga sem fram hefðu komið. Jón Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þjóðin ætti að geta fylgst með umræðum um stjórnarskrána og því væri eðlilegt að þingfundi yrði ekki framhaldið mikið lengur enn til klukkan 11 í kvöld. Að lokum sagðist Einar Már hafa tekið tillit til sjónarmiða þingmannanna. Hann sagði jafnframt að engin ákvörðun hafi verið tekin önnur en að halda þingfundi áfram. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. 2. apríl 2009 19:05 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum á Alþingi í kvöld að ekki væri hægt að tala um málþóf þegar stjórnarskráin væri til umræðu. Hún sagði að ekki einungis aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar væri í boði Framsóknarflokksins heldur væri einnig verið að traðka á stjórnarskránni í boði flokksins. Fjölmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræddu fundarstjórn forseta á þingfundinum þegar stjórnarskrárfrumvarp ríkisstjórnarinn var til umræðu. Þeir kröfðu Einar Már Sigurðarson, varaforseta sem stýrði þingfundinum, um svör hvenær fundinum lyki og hvort von væri á enn einum næturfundinum. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ótækt að halda áfram með þessum hætti. Hún kallaði eftir því að flutningsmenn frumvarpsins yrðu viðstaddir umræðuna. Þetta eru ámælisverð vinnubrögð, sagði Jón Gunnarsson flokksbróður Arnbjargar. Hann sagði að ekkert tillit væri tekið til þeirra óska og spurninga sem fram hefðu komið. Jón Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þjóðin ætti að geta fylgst með umræðum um stjórnarskrána og því væri eðlilegt að þingfundi yrði ekki framhaldið mikið lengur enn til klukkan 11 í kvöld. Að lokum sagðist Einar Már hafa tekið tillit til sjónarmiða þingmannanna. Hann sagði jafnframt að engin ákvörðun hafi verið tekin önnur en að halda þingfundi áfram.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. 2. apríl 2009 19:05 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. 2. apríl 2009 19:05