17 Formúlu 1 mót á Stöð 2 Sport 6. febrúar 2009 11:04 Ný braut í Abu Dhani mun setja svip sinn á Formúlu 1 á Stöð 2 Sport. mynd: kappakstur.is Undirbúningur fyrir væntanlegt keppnistímabil í Formúlu 1 er komiið á fulla ferð á Stöð 2 Sport. Miklar reglubreytingar FIA eiga jafna leikinn til muna og ný braut í lok ársins gæti sett sterkan svip á endasprett meistaramótsins. Úrslit í meistaramótinu hafa ráðist með eins stigs mun í lokamótinu tvö síðustu ár. Eins og frægt varð í fyrra þá tryggði Lewis Hamilton sér titilinn í síðustu beygju, síðasta móts ársins. Mikið áhorf var á Formúluna í fyrra og 28% áhorf mældist á landsvísu á lokamótið í Brasilíu. Sautján mót eru á dagskrá í ár og lokamótið verður í Abi Dhabi að þessu sinni. en fyrsta mótið í Ástrallíu í lok mars. Mikið hefur verið lagt í brautina í Abu Dhabi sem liggur m.a. um hafnarsvæði og minnir um margt á brautina í Mónakó. Brautin er sögð sú dýrasta sem smíðuð hefur verið. Ýmsir þættir verða á undan beinum útsendingum frá tímatöku og kappakstri sem verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport, auk þess sem upphitunarþættir verða fyrir tímabilið. Æfingar keppnisliða hefjast fyrir alvöru í næstu viku og mun stöðin skoða fjölmargar nýjungar sem hafa gjöbreytt keppnisbílunum í ár. Þá verður bryddað upp á tæknilegum útskýringum og ítarlegri tölfræði í þáttunum í ár. Einnig verður sett í gang keppni í ökuhermum í þáttum á fimmtudögum, sem mun ljúka með einvígi í síðasta mótinu. Sjá meira um Abu Dhabi brautina Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Undirbúningur fyrir væntanlegt keppnistímabil í Formúlu 1 er komiið á fulla ferð á Stöð 2 Sport. Miklar reglubreytingar FIA eiga jafna leikinn til muna og ný braut í lok ársins gæti sett sterkan svip á endasprett meistaramótsins. Úrslit í meistaramótinu hafa ráðist með eins stigs mun í lokamótinu tvö síðustu ár. Eins og frægt varð í fyrra þá tryggði Lewis Hamilton sér titilinn í síðustu beygju, síðasta móts ársins. Mikið áhorf var á Formúluna í fyrra og 28% áhorf mældist á landsvísu á lokamótið í Brasilíu. Sautján mót eru á dagskrá í ár og lokamótið verður í Abi Dhabi að þessu sinni. en fyrsta mótið í Ástrallíu í lok mars. Mikið hefur verið lagt í brautina í Abu Dhabi sem liggur m.a. um hafnarsvæði og minnir um margt á brautina í Mónakó. Brautin er sögð sú dýrasta sem smíðuð hefur verið. Ýmsir þættir verða á undan beinum útsendingum frá tímatöku og kappakstri sem verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport, auk þess sem upphitunarþættir verða fyrir tímabilið. Æfingar keppnisliða hefjast fyrir alvöru í næstu viku og mun stöðin skoða fjölmargar nýjungar sem hafa gjöbreytt keppnisbílunum í ár. Þá verður bryddað upp á tæknilegum útskýringum og ítarlegri tölfræði í þáttunum í ár. Einnig verður sett í gang keppni í ökuhermum í þáttum á fimmtudögum, sem mun ljúka með einvígi í síðasta mótinu. Sjá meira um Abu Dhabi brautina
Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira