Upphlaup á fundi FIA og FOTA 8. júlí 2009 19:20 Enn eitt fjölmiðlastríðið virðist í uppsiglingu milli FIA og FOTA. mynd: Getty Images Forráðamenn Formúlu 1 liða gengu af fundi með samningarmönnum FIA í dag, þar sem verið var að ræða framtíðarreglur í íþróttinni. Er ljóst að grær ekki heilt á milli þessara aðila, sem þóttust þó hafa samið frið á dögunum. Málið er orðið einn allsherjar farsi og íþróttinni síst til framdráttar. Fundurinn var á Nurburgring og FOTA menn segja að Charlie Whiting hafi skyndilega tilkynnt að liðin átta i FOTA væru ekki gjaldgeng í Formúlu 1, árið 2010. FIA var búið að tilkynna að liðin væru hluti af meistaramótinu 2010. Fyrir tveimur vikum skrifuðu FIA, FOTA og FOM undir samstarfssamning um framtíð Formúlu 1, en nú virðist hlaupin snuðra á þráðinn. Enn eina ferðina. Virðast teikn á lofti og óljóst hvert stefnir. Ítarlega verður fjallað um stöðu mála í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 á fimmtudagskvöld í upphitun fyrir kappaksturinn á Nurburgring um helgina. Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Forráðamenn Formúlu 1 liða gengu af fundi með samningarmönnum FIA í dag, þar sem verið var að ræða framtíðarreglur í íþróttinni. Er ljóst að grær ekki heilt á milli þessara aðila, sem þóttust þó hafa samið frið á dögunum. Málið er orðið einn allsherjar farsi og íþróttinni síst til framdráttar. Fundurinn var á Nurburgring og FOTA menn segja að Charlie Whiting hafi skyndilega tilkynnt að liðin átta i FOTA væru ekki gjaldgeng í Formúlu 1, árið 2010. FIA var búið að tilkynna að liðin væru hluti af meistaramótinu 2010. Fyrir tveimur vikum skrifuðu FIA, FOTA og FOM undir samstarfssamning um framtíð Formúlu 1, en nú virðist hlaupin snuðra á þráðinn. Enn eina ferðina. Virðast teikn á lofti og óljóst hvert stefnir. Ítarlega verður fjallað um stöðu mála í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 á fimmtudagskvöld í upphitun fyrir kappaksturinn á Nurburgring um helgina.
Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira