Pressan ekki Ferrari stjóranum ofviða 22. júlí 2009 08:51 Ferrari hefur ekki fengið eins mikla athygli á þessu ári, en Felipe Massa náði þó þriðja sæti í síðustu keppni. Stefano Domenicali er ekki að kikna undan álaginu þó Ferrari hafi ekki gengið sem skyldi á þessu keppnistímabili og Red Bull og Brawn berjist um titilinn. Ferrari, Renault, BMW, McLaren og Toyota stórliðin klikkuðu öll á hönnum 2009 bílsins og sum liðanna hafa sett meiri vigt á næsta ár. "Ég er búinn að vera í Formúlu 1 í 20 ár og veit að hlutirnir ganga í bylgjum. Það er alltaf pressa á starfsmönnum Ferrrari. Maður verður að taka mótbyr jafn vel og meðbyr. Maður er engin stjarna þó titlar vinnist eður ei. Framkvæmdarstjóri verður að hafa jafnaðargeð, sama á hverju gengur", sagði Domenicali. Ferrari keppir á brautinni í Ungverjalandi um helgina, en Felipe Massa náði þriðja sæti í síðustu keppni sem var á Nurburgring. Liðið á ekki möguleika í titil bílasmiða eða ökumanna og skoðar á næstunni að setja meiri vinnu í 2010 bílnn en 2009 tækið. "Við verðum að gæta þess að halda andanum innan liðsins í lagi, þó hlutirnir hafi ekki gengið upp í ár. Það er ekkert neikvætt við að vinna ekki, það er bara reynsla sem menn læra af og eflast", sagði Domenicali. Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Stefano Domenicali er ekki að kikna undan álaginu þó Ferrari hafi ekki gengið sem skyldi á þessu keppnistímabili og Red Bull og Brawn berjist um titilinn. Ferrari, Renault, BMW, McLaren og Toyota stórliðin klikkuðu öll á hönnum 2009 bílsins og sum liðanna hafa sett meiri vigt á næsta ár. "Ég er búinn að vera í Formúlu 1 í 20 ár og veit að hlutirnir ganga í bylgjum. Það er alltaf pressa á starfsmönnum Ferrrari. Maður verður að taka mótbyr jafn vel og meðbyr. Maður er engin stjarna þó titlar vinnist eður ei. Framkvæmdarstjóri verður að hafa jafnaðargeð, sama á hverju gengur", sagði Domenicali. Ferrari keppir á brautinni í Ungverjalandi um helgina, en Felipe Massa náði þriðja sæti í síðustu keppni sem var á Nurburgring. Liðið á ekki möguleika í titil bílasmiða eða ökumanna og skoðar á næstunni að setja meiri vinnu í 2010 bílnn en 2009 tækið. "Við verðum að gæta þess að halda andanum innan liðsins í lagi, þó hlutirnir hafi ekki gengið upp í ár. Það er ekkert neikvætt við að vinna ekki, það er bara reynsla sem menn læra af og eflast", sagði Domenicali.
Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira