Erlent

20 milljarðar í Evrópulottóinu

Guðjón Helgason skrifar

Íbúar í níu Evrópulöndum flykktust í söluturna í dag vegna útdráttar í Evrópulottóinu í kvöld. Potturinn er jafnvirði lítilla 20 milljarða króna.

Þau lönd sem taka þátt í Evrópulottóinu eru Austurríki, Belgía, Bretland, Frakkland, Írland, Lúxembúrg, Portúgal, Spánn og Sviss.

Fái einn þátttakandi allan pottinn í kvöld verður það stærsti lottóvinningur í heimi samkvæmt evrópskum miðlum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×