Ballesteros sér fram á stærstu áskorun lífs síns 31. mars 2009 16:45 NordicPhotos/GettyImages Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros segist vera á góðum batavegi eftir margfaldan heilauppskurð, en segir að nú standi hann fram fyrir stærstu áskorun sinni í lífinu - að ná heilsu á ný. Ballesteros lét fjarlægja heilaæxli úr höfði sínu í lok síðasta árs og var um tíma vart hugað líf. Í nýlegu viðtali við spænska blaðið Marca lýsir þessi mikli sigurvegari áfallinu sem hann varð fyrir þegar hann hné niður á flugvellinum í Madrid í október og baráttunni fyrir lífi sínu æ síðan. "Ég hef náð mér ótrúlega vel en það er langur vegur í að ná heilsu á ný," sagði Ballesteros í samtali við Marca þar sem hann var m.a. myndaður á heimili sínu í norðurhluta Spánar og virtist nokkuð brattur. "Þetta er eins og lengsti 72 holu völlur heimsins, ég verð að viðurkenna það," sagði þessi 51 árs gamli kylfingur. "Ég hafði heppnina með mér, sú staðreynd að ég er lifandi er sönnun þess. Ég get gert marga hluti eins og tala og hugsa. Ég var varaður við því að það kæmu tímar þar sem þetta yrði erfitt og það hefur komið á daginn. Þetta verður eins og að vinna sigur á sjötta risamótinu," sagði Ballesteros, sem vann fimm slík á ferlinum. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros segist vera á góðum batavegi eftir margfaldan heilauppskurð, en segir að nú standi hann fram fyrir stærstu áskorun sinni í lífinu - að ná heilsu á ný. Ballesteros lét fjarlægja heilaæxli úr höfði sínu í lok síðasta árs og var um tíma vart hugað líf. Í nýlegu viðtali við spænska blaðið Marca lýsir þessi mikli sigurvegari áfallinu sem hann varð fyrir þegar hann hné niður á flugvellinum í Madrid í október og baráttunni fyrir lífi sínu æ síðan. "Ég hef náð mér ótrúlega vel en það er langur vegur í að ná heilsu á ný," sagði Ballesteros í samtali við Marca þar sem hann var m.a. myndaður á heimili sínu í norðurhluta Spánar og virtist nokkuð brattur. "Þetta er eins og lengsti 72 holu völlur heimsins, ég verð að viðurkenna það," sagði þessi 51 árs gamli kylfingur. "Ég hafði heppnina með mér, sú staðreynd að ég er lifandi er sönnun þess. Ég get gert marga hluti eins og tala og hugsa. Ég var varaður við því að það kæmu tímar þar sem þetta yrði erfitt og það hefur komið á daginn. Þetta verður eins og að vinna sigur á sjötta risamótinu," sagði Ballesteros, sem vann fimm slík á ferlinum.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira