Barrichello runninn reiðin vegna taps 15. júlí 2009 08:38 Barrichello var eldheitur og reiður eftir kappaksturinn í Þýskalandi um síðustu helgi. mynd: kappakstur.is Brasilíunaðurinn Rubens Barrichello var æfur út í Brawn liðið eftir kappaksturinn á Nurburgring á sunnudaginn. Taldi að liðið hefði klúðrað málum, þannig að hann tapaðiu af sigurmöguleikanum. Barrichello var í hörkukeppni við Mark Webber lengi vel, en mistök í þjónustuhléi og önnur keppnisáætlun en önnur lið voru með varð til þess að hann endaði í sjötta sæti. Barrichello sagði í samtali við BBC á sunnudaginn að honum væri skapi næst að fljúga heim, eftir dæmalaust klúður Brawn manna og var mikið niðri fyrir. Hann sagðist engan áhuga hafa á að talla við tæknimenn liðsins og hlusta á blaður og afsakanir. "Mér var heitt í hamsi, en ég er kominn yfir það. Ég hefði aldrei getað unnið mótið og Red Bull bílarnir voru hálfri sekúndu fljótari í hring. Þriðja sætið hefði verið möguleiki ef þjónustuhléið hefði ekki klikkað. Ég mun berjast áfram og á möguleika á titlinum. Þetta var erfiður sunnudegur en hann er nú minning ein", sagði Barrichelllo um málið. Barrichello féll úr öðru sæti í stigamótinu í það fjórða eftir keppni helgarinnar sem Mark Webber vann á Red Bull. Stigastaðan í Formúlu 1 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Brasilíunaðurinn Rubens Barrichello var æfur út í Brawn liðið eftir kappaksturinn á Nurburgring á sunnudaginn. Taldi að liðið hefði klúðrað málum, þannig að hann tapaðiu af sigurmöguleikanum. Barrichello var í hörkukeppni við Mark Webber lengi vel, en mistök í þjónustuhléi og önnur keppnisáætlun en önnur lið voru með varð til þess að hann endaði í sjötta sæti. Barrichello sagði í samtali við BBC á sunnudaginn að honum væri skapi næst að fljúga heim, eftir dæmalaust klúður Brawn manna og var mikið niðri fyrir. Hann sagðist engan áhuga hafa á að talla við tæknimenn liðsins og hlusta á blaður og afsakanir. "Mér var heitt í hamsi, en ég er kominn yfir það. Ég hefði aldrei getað unnið mótið og Red Bull bílarnir voru hálfri sekúndu fljótari í hring. Þriðja sætið hefði verið möguleiki ef þjónustuhléið hefði ekki klikkað. Ég mun berjast áfram og á möguleika á titlinum. Þetta var erfiður sunnudegur en hann er nú minning ein", sagði Barrichelllo um málið. Barrichello féll úr öðru sæti í stigamótinu í það fjórða eftir keppni helgarinnar sem Mark Webber vann á Red Bull. Stigastaðan í Formúlu 1
Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira