Viðskipti erlent

Líflegt á breskum fasteignamarkaði

Frá London.
Frá London.
Fjöldi kaupsamninga á breska fasteignamarkaðinum jókst um 17% í júlí frá mánuðinum á undan. Um 76 þúsund fasteignir á verðinu 40 þúsund pund og meira voru seldar í mánuðinum og er þetta mesta fasteignasala á Bretlandi í einum mánuði síðan í Maí 2008. Í júní síðastliðnum seldust 65 þúsund fasteignir á sama verðbili.

Þetta er sjötti mánuðurinn í röð sem fjöldi kaupsamninga eykst eða stendur í stað. Sky fréttastofan greinir frá þessu í dag.

Telja sérfræðingar að aukin fasteignaviðskipti séu vísbending um að fasteignamarkaðurinn þar í landi sé að taka við sér. Þrátt fyrir þetta er fjöldi kaupsamninga í júlí lágur í sögulegu samhengi.

Aukin velta á fasteignamarkaðinum undanfarna mánuði vinnur einnig gegn sílækkandi fasteignaverði á Bretlandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×