Barrichello var nærri atvinnulaus fyrir tímabilið 13. september 2009 17:23 Rubens Barrichello ók vel á Monza brautinn í dag og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna. mynd: kappakstur.is Sigurvegarinn í Formúlu 1 mótið á Monza um helgina var nærri orðinn atvinnulaus fyrir tímabilið, rétt eins og Jenson Button sem er með forystu í stigamótinu. Honda dró sig í hlé frá Formúlu 1 og með herkjum tókst að bjarga liðinu frá því að leggjast af, en Ross Brawn keypti liðið og endurskírði það. Mercedes hjálpaði til með vélar fyrir tímabilið. Barrichello vann annan sigurinn um helgina í þremur mótum, en hann vann í Valencia á dögunum. "Það er ánægjulegt að ná þessum árangri, en ekki eins gott og hjá Jenson Button að vinna sex mót af sjö í upphafi ársins", sagði Barrichello. Hann er nú 14 stigum á eftir Button í stigamóti ökumanna. "Ég var í vandræðum með bílinn í byrjun tímabils, en breytti bremsukerfinu eftir mótið á Silverstone og þá fór mér að ganga betur. Mér líður því betur í bílnum og það skiptir mestu máli." "Ég hafði áhyggjur af gírkassanum fyrir keppnina, þar sem það kviknaði í bílnum í lok mótsins á Spa. Við ákváðum að nota hann áfram, því annars hefði ég fengið 5 sæta refsingu á ráslínu. Gírkassinn hélt og ég landaði kærkomnum sigri fyrir framan Ítali", sagði Barriochello sem vann á árum áður með Ferrari og vann sigur á Monza í þá daga. Allt um ferill Barrichello Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sigurvegarinn í Formúlu 1 mótið á Monza um helgina var nærri orðinn atvinnulaus fyrir tímabilið, rétt eins og Jenson Button sem er með forystu í stigamótinu. Honda dró sig í hlé frá Formúlu 1 og með herkjum tókst að bjarga liðinu frá því að leggjast af, en Ross Brawn keypti liðið og endurskírði það. Mercedes hjálpaði til með vélar fyrir tímabilið. Barrichello vann annan sigurinn um helgina í þremur mótum, en hann vann í Valencia á dögunum. "Það er ánægjulegt að ná þessum árangri, en ekki eins gott og hjá Jenson Button að vinna sex mót af sjö í upphafi ársins", sagði Barrichello. Hann er nú 14 stigum á eftir Button í stigamóti ökumanna. "Ég var í vandræðum með bílinn í byrjun tímabils, en breytti bremsukerfinu eftir mótið á Silverstone og þá fór mér að ganga betur. Mér líður því betur í bílnum og það skiptir mestu máli." "Ég hafði áhyggjur af gírkassanum fyrir keppnina, þar sem það kviknaði í bílnum í lok mótsins á Spa. Við ákváðum að nota hann áfram, því annars hefði ég fengið 5 sæta refsingu á ráslínu. Gírkassinn hélt og ég landaði kærkomnum sigri fyrir framan Ítali", sagði Barriochello sem vann á árum áður með Ferrari og vann sigur á Monza í þá daga. Allt um ferill Barrichello
Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira