Eistar niðurlægðir að Ásvöllum 22. mars 2009 15:33 Ásgeir Örn og Guðjón Valur voru góðir í dag. Strákarnir okkar áttu frábæran dag er þeir niðurlægðu Eista að Ásvöllum, 38-24, í undankeppni EM 2010. Þeir gáfu ekkert eftir allan leikinn og unnu verðskuldaðan stórsigur fyrir framan stútfullt hús af áhorfendum. Mörk Íslands: Ásgeir Örn Hallgrímsson 7, Aron Pálmarsson 6, Guðjón Valur Sigurðsson 5/3, Rúnar Kárason 3, Þórir Ólafsson 3, Ragnar Óskarsson 3, Ingimundur Ingimundarson 3, Vignir Svavarsson 2, Sturla Ásgeirsson 2, Róbert Gunnarsson 2, Sigurbergur Sveinsson 2. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12, Hreiðar Guðmundsson 6. Vísir var með leikinn í beinni textalýsingu og má sjá hana hér að neðan. 57. mín: Flestir áhorfendur ætla að bíða til loka leiksins og hylla strákana sem er ánægjulegt. Áhorfendur verið frábærir rétt eins og strákarnir okkar. 36-23. 52. mín: Allir útileikmenn íslenska liðsins búnir að skora fyrir utan Sverre Jakobsson. Leikurinn að fjara út í rólegheitum. 33-21 47. mín: Guðmundur farinn að skipta öllum af bekknum enda sigurinn í höfn. Þeir sem inn koma spila ekkert verr en hinir. Blússandi sigling á íslenska liðinu sem er að kaffæra Eista. 31-19. 43. mín: Æðibunugangurinn var orðinn fullmikill í íslenska liðinu og Eistar minnkuðu muninn í tíu mörk. Þá slakaði íslenska liðið á og fór aftur að spila almennilega. 28-16 37. mín: Síðari hálfleikur kominn á fullt. Íslenska liðið ekkert að gefa eftir þó svo það sé smá agaleysi í sókninni og sóknirnar í styttri kantinum. 24-12. Hálfleikur: Frábær fyrri hálfleikur að baki hjá íslenska liðinu sem leiðir með tólf mörkum, 20-8. Það er fyrst og fremst frábær varnarleikur sem hefur lagt grunninn að þessum stóra muni. Strákarnir hafa svo keyrt mögnuð hraðaupphlaup og skorað úr einum 11 slíkum. Allir að skila sínu og liðið ekkert að slaka á þó svo munurinn sé mikill. Fagmannleg frammistaða það. Guðjón Valur markahæstur með 4 mörk, þar af 3 úr vítum. Björgvin Páll búinn verja 7 skot en íslenska vörnin hefur þvingað Eistana til að taka mörg erfið skot sem hafa farið yfir markið eða framhjá. 25. mín: Strákarnir eru að klára þennan leik hér í fyrri hálfleik. Mögnuð frammistaða og staðan 18-7. 21. mín: Eistarnir eiga engin svör við leik íslenska liðsins sem er hreinlega að keyra yfir gestina. 15-7. 18. mín: Eistar skoruðu tvö mörk í röð en því var svarað um hæl. Íslenska liðið ekkert að gefa eftir og er með tröllatak á þessum leik. 14-7. 15. mín: Strákarnir hafa verið að spila svakalega góða vörn sem Eistar hafa lítið ráðið við. Munurnn gæti verið meiri enda hefur Ísland klúðrað tveim hraðaupphlaupum. Samt afar þægileg staða, 11-5. 11. mín: 9-4 fyrir Ísland og þar af 4 mörk úr hraðaupphlaupum. Björgvin að verja vel. Eistar taka leikhlé. 10. mín: Vörnin að koma og strákarnir keyra hraðaupphlaupin með góðum árangri. 8-4. 8. mín: Sóknarleikurinn að rúlla ágætlega en vantar aðeins upp á vörnina. Guðjón Valur kominn með 3 mörk. 6-4. 5. mín: Allt of mikið af fólki í húsinu. Ekki hreinlega pláss fyrir alla. Eistarnir láta stemninguna ekki hafa áhrif á sig og standa í okkar mönnum í upphafi. 4-3 fyrir Ísland. 0. mín: Troðfullt hús og svakaleg stemning. Vonandi hjálpar það strákunum. 0. mín: Það er fín stemning í húsinu og gríðarlega vel mætt. Húsið nánast orðið fullt þegar 15 mínútur eru í leikinn. Í íslenska liðið vantar Snorra Stein Guðjónsson frá síðasta leik. Snorri er meiddur á hné og spilar ekki næstu mánuðina. Vignir Svavarsson kemur inn í hópinn í stað Kára Kristjáns Kristjánssonar. Vignir var í banni í síðasta leik. Það er færeyskt dómarapar á leiknum en Færeyingar koma mikið við sögu í íþróttaviðburðum dagsins. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Strákarnir okkar áttu frábæran dag er þeir niðurlægðu Eista að Ásvöllum, 38-24, í undankeppni EM 2010. Þeir gáfu ekkert eftir allan leikinn og unnu verðskuldaðan stórsigur fyrir framan stútfullt hús af áhorfendum. Mörk Íslands: Ásgeir Örn Hallgrímsson 7, Aron Pálmarsson 6, Guðjón Valur Sigurðsson 5/3, Rúnar Kárason 3, Þórir Ólafsson 3, Ragnar Óskarsson 3, Ingimundur Ingimundarson 3, Vignir Svavarsson 2, Sturla Ásgeirsson 2, Róbert Gunnarsson 2, Sigurbergur Sveinsson 2. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12, Hreiðar Guðmundsson 6. Vísir var með leikinn í beinni textalýsingu og má sjá hana hér að neðan. 57. mín: Flestir áhorfendur ætla að bíða til loka leiksins og hylla strákana sem er ánægjulegt. Áhorfendur verið frábærir rétt eins og strákarnir okkar. 36-23. 52. mín: Allir útileikmenn íslenska liðsins búnir að skora fyrir utan Sverre Jakobsson. Leikurinn að fjara út í rólegheitum. 33-21 47. mín: Guðmundur farinn að skipta öllum af bekknum enda sigurinn í höfn. Þeir sem inn koma spila ekkert verr en hinir. Blússandi sigling á íslenska liðinu sem er að kaffæra Eista. 31-19. 43. mín: Æðibunugangurinn var orðinn fullmikill í íslenska liðinu og Eistar minnkuðu muninn í tíu mörk. Þá slakaði íslenska liðið á og fór aftur að spila almennilega. 28-16 37. mín: Síðari hálfleikur kominn á fullt. Íslenska liðið ekkert að gefa eftir þó svo það sé smá agaleysi í sókninni og sóknirnar í styttri kantinum. 24-12. Hálfleikur: Frábær fyrri hálfleikur að baki hjá íslenska liðinu sem leiðir með tólf mörkum, 20-8. Það er fyrst og fremst frábær varnarleikur sem hefur lagt grunninn að þessum stóra muni. Strákarnir hafa svo keyrt mögnuð hraðaupphlaup og skorað úr einum 11 slíkum. Allir að skila sínu og liðið ekkert að slaka á þó svo munurinn sé mikill. Fagmannleg frammistaða það. Guðjón Valur markahæstur með 4 mörk, þar af 3 úr vítum. Björgvin Páll búinn verja 7 skot en íslenska vörnin hefur þvingað Eistana til að taka mörg erfið skot sem hafa farið yfir markið eða framhjá. 25. mín: Strákarnir eru að klára þennan leik hér í fyrri hálfleik. Mögnuð frammistaða og staðan 18-7. 21. mín: Eistarnir eiga engin svör við leik íslenska liðsins sem er hreinlega að keyra yfir gestina. 15-7. 18. mín: Eistar skoruðu tvö mörk í röð en því var svarað um hæl. Íslenska liðið ekkert að gefa eftir og er með tröllatak á þessum leik. 14-7. 15. mín: Strákarnir hafa verið að spila svakalega góða vörn sem Eistar hafa lítið ráðið við. Munurnn gæti verið meiri enda hefur Ísland klúðrað tveim hraðaupphlaupum. Samt afar þægileg staða, 11-5. 11. mín: 9-4 fyrir Ísland og þar af 4 mörk úr hraðaupphlaupum. Björgvin að verja vel. Eistar taka leikhlé. 10. mín: Vörnin að koma og strákarnir keyra hraðaupphlaupin með góðum árangri. 8-4. 8. mín: Sóknarleikurinn að rúlla ágætlega en vantar aðeins upp á vörnina. Guðjón Valur kominn með 3 mörk. 6-4. 5. mín: Allt of mikið af fólki í húsinu. Ekki hreinlega pláss fyrir alla. Eistarnir láta stemninguna ekki hafa áhrif á sig og standa í okkar mönnum í upphafi. 4-3 fyrir Ísland. 0. mín: Troðfullt hús og svakaleg stemning. Vonandi hjálpar það strákunum. 0. mín: Það er fín stemning í húsinu og gríðarlega vel mætt. Húsið nánast orðið fullt þegar 15 mínútur eru í leikinn. Í íslenska liðið vantar Snorra Stein Guðjónsson frá síðasta leik. Snorri er meiddur á hné og spilar ekki næstu mánuðina. Vignir Svavarsson kemur inn í hópinn í stað Kára Kristjáns Kristjánssonar. Vignir var í banni í síðasta leik. Það er færeyskt dómarapar á leiknum en Færeyingar koma mikið við sögu í íþróttaviðburðum dagsins.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira