Skartgripaveldi Faberge endurreist á netinu 30. september 2009 10:19 Tatiana Faberge, afkomandi hins fræga rússneska skartgripasmiðs Peter Carl í þrjá ættliði, ætlar að endurvekja hið forna skartgripaveldi að nýju. Sökum kreppunnar verður þó ekki farin hefðbundin leið með því að opna búðir með nafinu Faberge heldur verður notast við netið til að selja skartið. Tatiana ber þegar skart sem tilheyrir hinni nýju línu Faberge skartgripa. Um er að ræða demantprýdda brjóstnælu í líki sæhests sem kostar 300 þúsund evrur eða um 54 milljónir kr. „Mig hefur dreymt um þetta í fleiri áratugi," segir Tatiana en Faberge-netsíðunni hefur nú verið hleypt af stokkunum. Netverslunin verður sú fyrsta sem ber fjölskyldunafnið síðan árið 1917. Peter Carl Faberge varð þekktur sem skartgripasmiður rússnesku keisaraættarinnar á síðustu áratugum nítjándu aldarinnar og fram að lokum fyrri heimstryjaldarinnar. Peter Carl er einkum þekktur fyrir egg sín en þau voru sérpöntuð af Nikulási keisara sem páskagjafir til fjölskyldu sinnar. Árið 1918 var House of Faberge þjóðnýtt og hald lagt á allar eignir fjölskyldunnar í Rússlandi í framhaldi af rússnesku byltingunni. Næst heyrðist af nafninu árið 1937 þegar það var notað á ilmvatn í Bandaríkjunum án leyfis fjölskyldunnar. Árið 1989 keypti Unilever vörumarkið Faberge fyrir 1,5 milljarð dollara. Unilever notaði nafnið til að selja rakspíra og skartgripi. Unilever seldi svo vörumerkið árið 2007 en söluverðið þá var ekki gefið upp. Kaupandinn, og núverandi eigandi Faberge nafnsins, er Pallington Resources sem stundar námuvinnslu og fjárfestingar í Suður-Afríku. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tatiana Faberge, afkomandi hins fræga rússneska skartgripasmiðs Peter Carl í þrjá ættliði, ætlar að endurvekja hið forna skartgripaveldi að nýju. Sökum kreppunnar verður þó ekki farin hefðbundin leið með því að opna búðir með nafinu Faberge heldur verður notast við netið til að selja skartið. Tatiana ber þegar skart sem tilheyrir hinni nýju línu Faberge skartgripa. Um er að ræða demantprýdda brjóstnælu í líki sæhests sem kostar 300 þúsund evrur eða um 54 milljónir kr. „Mig hefur dreymt um þetta í fleiri áratugi," segir Tatiana en Faberge-netsíðunni hefur nú verið hleypt af stokkunum. Netverslunin verður sú fyrsta sem ber fjölskyldunafnið síðan árið 1917. Peter Carl Faberge varð þekktur sem skartgripasmiður rússnesku keisaraættarinnar á síðustu áratugum nítjándu aldarinnar og fram að lokum fyrri heimstryjaldarinnar. Peter Carl er einkum þekktur fyrir egg sín en þau voru sérpöntuð af Nikulási keisara sem páskagjafir til fjölskyldu sinnar. Árið 1918 var House of Faberge þjóðnýtt og hald lagt á allar eignir fjölskyldunnar í Rússlandi í framhaldi af rússnesku byltingunni. Næst heyrðist af nafninu árið 1937 þegar það var notað á ilmvatn í Bandaríkjunum án leyfis fjölskyldunnar. Árið 1989 keypti Unilever vörumarkið Faberge fyrir 1,5 milljarð dollara. Unilever notaði nafnið til að selja rakspíra og skartgripi. Unilever seldi svo vörumerkið árið 2007 en söluverðið þá var ekki gefið upp. Kaupandinn, og núverandi eigandi Faberge nafnsins, er Pallington Resources sem stundar námuvinnslu og fjárfestingar í Suður-Afríku.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira