Norskur silfurdalur sleginn á 25 milljónir 27. nóvember 2009 14:41 Sjaldgæft eintak af norskum silfurdal, svokölluðum Gimsöydal, var nýlega slegið á uppboði í Osló fyrir tæpar 1,2 milljónir norskra kr. eða um 25 milljónir kr. Gimsöydalir voru fyrstu silfurdalirnir sem slegnir voru í Noregi og er þessi frá árinu 1546.Í frétt um málið á vefsíðunni E24.no segir að kaupandi myntarinnar hafi ekki vilja láta nafn síns getið en uppboðið fór fram hjá Oslo Mynthandel. Þetta er í annað sinn sem norsk mynt er slegin á meir en eina milljón norskra kr. að sögn Ronny Hatletvedt hjá Oslo Mynthandel.Í síðasta sinn sem Gimsöydalur var seldur var árið 2001 og fengust þá 250.000 norskar kr. fyrir hann.Það eru aðeins 18 Gimsöydalir til í umferð í heiminum í dag. Tólf af þessum myntum eru í eigu safna en sex í einkaeigu. Sá sem seldur var nú er í bestu ásigkomulagi þeirra sem eru í einkaeign. Þetta mun vera ein eftirsóttasta mynt Noregs meðal safnara.Sem fyrr segir eru Gimsöydalir fyrstu silfurdalirnir sem slegnir voru í Noregi og var myntsláttan staðsett við nunnuklaustrið Gimsöy við Skien.Silfurdalir, eða spesíudalir, voru opinber mynt í Noregi fram til ársins 1874 þegar krónur og aurar leystu þá af hólmi. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sjaldgæft eintak af norskum silfurdal, svokölluðum Gimsöydal, var nýlega slegið á uppboði í Osló fyrir tæpar 1,2 milljónir norskra kr. eða um 25 milljónir kr. Gimsöydalir voru fyrstu silfurdalirnir sem slegnir voru í Noregi og er þessi frá árinu 1546.Í frétt um málið á vefsíðunni E24.no segir að kaupandi myntarinnar hafi ekki vilja láta nafn síns getið en uppboðið fór fram hjá Oslo Mynthandel. Þetta er í annað sinn sem norsk mynt er slegin á meir en eina milljón norskra kr. að sögn Ronny Hatletvedt hjá Oslo Mynthandel.Í síðasta sinn sem Gimsöydalur var seldur var árið 2001 og fengust þá 250.000 norskar kr. fyrir hann.Það eru aðeins 18 Gimsöydalir til í umferð í heiminum í dag. Tólf af þessum myntum eru í eigu safna en sex í einkaeigu. Sá sem seldur var nú er í bestu ásigkomulagi þeirra sem eru í einkaeign. Þetta mun vera ein eftirsóttasta mynt Noregs meðal safnara.Sem fyrr segir eru Gimsöydalir fyrstu silfurdalirnir sem slegnir voru í Noregi og var myntsláttan staðsett við nunnuklaustrið Gimsöy við Skien.Silfurdalir, eða spesíudalir, voru opinber mynt í Noregi fram til ársins 1874 þegar krónur og aurar leystu þá af hólmi.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira