Japanski fjárfestirinn nátengdur stærsta kröfuhafa Glitnis 14. september 2009 15:31 Hajime Satomi einn af japönsku fjárfestunum sem vildi kaupa Glitni í vetur í gegnum félagið Satomi & Ogasawara partnership er nátengdur Sumitomo Mitsui bankanum sem aftur er einn af stærstu kröfuhöfum Glitnis. Satomi og Sumitomo tilheyra einni af samsteypunum (keiretsu) sex sem stjórna stórum hluta af japönsku efnahagslífi. Raunar eru tvö af stærstu félögum Satomi til húsa í Sumitomo byggingunni í Tókýó. Hajime Satomi er í hópi auðugustu Japana í heiminum nú 67 ára gamall. Raunar er hann númer 29 á lista Forbes yfir 40 auðugustu Japanina í ár. Metur Forbes persónulegan auð Satomi upp á 740 milljónir dollara eða um 92 milljarða kr. Nokkuð hefur kvarnast úr auði hans í fjármálakreppunni því árið 2006 mat Forbes auð hans á 1,1 milljarð dollara. Satomi stofnaði fyrirtækið Sammy Corporation árið 1975 þegar hann var enn í háskólanámi. Sammy Corp. var síðan skráð í kauphöllina í Tókýó árið 2001 og er nú stærsti framleiðandi spilakassa í Japan, svokallaðra pachislot og pachinko kassa. Árið 2004 keypti Sammy Corp. svo tölvuleikjaframleiðandann Sega Corparation fyrir 394 milljónir dollara og sameinaði við sinn rekstur. Satomi er nú forstjóri hins sameinaða félags Sega Sammy Holdings Inc. Velta þess nam 4,5 milljörðum dollara fyrir þremur árum eða hátt í 600 milljörðum kr. Þegar litið er á yfirlit yfir starfsemi Sega Sammy Holdings kemur í ljós að helsti viðskiptabanki þess er Sumitomo Mitsui. Viðskiptamenning Japana, og þar með hin stóru keiretsu, komst í sviðsljósið upp úr 1980 þegar japönsk stórfyrirtæki tóku til við að kaupa ýmsar þekktar eignir í Bandaríkjunum. Keiretsu er einstakt fyrirbirgði og eingöngu til í Japan. Hvert þeirra um sig myndar þéttriðið net fyrirtækja og félaga í ólíkum rekstri og eru í nánum tengslum við japönsk stjórnvöld. Talið er að sex stærstu keiretsu-in eigi eða stjórni yfir fjórðungi af öllum eignum Japana í heiminum. Til Sumitomo Mitsui keiretsu-ins tilheyra fyrirtæki á borð við Asaki bruggverksmiðjurnar, Mazda bílaframleiðandinn og tölvurisinn NEC auk þriggja af stærstu járnbrautarfélögunum í Japan. Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hajime Satomi einn af japönsku fjárfestunum sem vildi kaupa Glitni í vetur í gegnum félagið Satomi & Ogasawara partnership er nátengdur Sumitomo Mitsui bankanum sem aftur er einn af stærstu kröfuhöfum Glitnis. Satomi og Sumitomo tilheyra einni af samsteypunum (keiretsu) sex sem stjórna stórum hluta af japönsku efnahagslífi. Raunar eru tvö af stærstu félögum Satomi til húsa í Sumitomo byggingunni í Tókýó. Hajime Satomi er í hópi auðugustu Japana í heiminum nú 67 ára gamall. Raunar er hann númer 29 á lista Forbes yfir 40 auðugustu Japanina í ár. Metur Forbes persónulegan auð Satomi upp á 740 milljónir dollara eða um 92 milljarða kr. Nokkuð hefur kvarnast úr auði hans í fjármálakreppunni því árið 2006 mat Forbes auð hans á 1,1 milljarð dollara. Satomi stofnaði fyrirtækið Sammy Corporation árið 1975 þegar hann var enn í háskólanámi. Sammy Corp. var síðan skráð í kauphöllina í Tókýó árið 2001 og er nú stærsti framleiðandi spilakassa í Japan, svokallaðra pachislot og pachinko kassa. Árið 2004 keypti Sammy Corp. svo tölvuleikjaframleiðandann Sega Corparation fyrir 394 milljónir dollara og sameinaði við sinn rekstur. Satomi er nú forstjóri hins sameinaða félags Sega Sammy Holdings Inc. Velta þess nam 4,5 milljörðum dollara fyrir þremur árum eða hátt í 600 milljörðum kr. Þegar litið er á yfirlit yfir starfsemi Sega Sammy Holdings kemur í ljós að helsti viðskiptabanki þess er Sumitomo Mitsui. Viðskiptamenning Japana, og þar með hin stóru keiretsu, komst í sviðsljósið upp úr 1980 þegar japönsk stórfyrirtæki tóku til við að kaupa ýmsar þekktar eignir í Bandaríkjunum. Keiretsu er einstakt fyrirbirgði og eingöngu til í Japan. Hvert þeirra um sig myndar þéttriðið net fyrirtækja og félaga í ólíkum rekstri og eru í nánum tengslum við japönsk stjórnvöld. Talið er að sex stærstu keiretsu-in eigi eða stjórni yfir fjórðungi af öllum eignum Japana í heiminum. Til Sumitomo Mitsui keiretsu-ins tilheyra fyrirtæki á borð við Asaki bruggverksmiðjurnar, Mazda bílaframleiðandinn og tölvurisinn NEC auk þriggja af stærstu járnbrautarfélögunum í Japan.
Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira