Lífið

Jón Ásgeir selur lúxusíbúð í New York

Íbúð Jóns og Ingibjargar er í þessu húsi í, 50 Gramercy Park North á Manhattan.
Íbúð Jóns og Ingibjargar er í þessu húsi í, 50 Gramercy Park North á Manhattan. MYND/Rob Bennett fyrir New York Times
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir hafa ákveðið setja lúxusíbúð þeirra á Manhattan í New York á sölu. Þau vilja frá 25 milljónir dollara eða 3 milljarða króna fyrir íbúðina, samkvæmt The New York Times.

Jón Ásgeir og Ingibjörg.
Hjónin keyptu íbúðina sem er á besta stað á Manhattan í lok árs 2006. Fáeinum mánuðum keyptu þau þakíbúð í glæsihúsinu og sameinuðu eignirnar. Úr varð rúmlega 750 fermetra íbúð og 200 fermetra svölum sem snúa út í Gamercygarðinn. Talið er að þau hafi þurft að reiða fram samtals 24 milljónir dollara fyrir íbúðirnar á sínum tíma.




Tengdar fréttir

Brúðkaup ársins í norðangarra og kulda

Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttur gengu í það heilaga á laugardaginn. Hjónakornin héldu síðan veglega veislu í Hafnarhúsinu þar sem Ný Dönsk og Gus Gus léku fyrir dansi.

Saga af armbeygjukeppni upp á milljónir

Já, já, við erum báðir keppnismenn. Höfum oft spilað skvass. En haldið okkur við það, segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss.

Ögmundur skemmti sér í brúðkaupi aldarinnar

Margir ráku upp stór augu þegar þeir sáu verkalýðsforkólfinn og alþingismanninn Ögmund Jónasson ganga inn í fríkirkjuna, þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir voru gefin saman í gær, ásamt eiginkonu sinni Valgerði Andrésdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×