Innlent

Ungir Framsóknarmenn fengu styrk Valgerðar

Valgerður segist ekki hafa styrkt Framsókn, heldur unga Framsóknarmenn á norrænni ráðstefnu um alþjóðamál.
Valgerður segist ekki hafa styrkt Framsókn, heldur unga Framsóknarmenn á norrænni ráðstefnu um alþjóðamál.

„Þessu styrkur var fyrir norræna ráðstefnu ungs fólks sem Samband ungra Framsóknarmanna áttu aðild að, en styrkurinn var í gegnum þá," segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum utanríkisráðherra, en í skýrslu ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka kemur fram að utanríkisráðuneytið hafi styrkt Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur. Þá gegndi Valgerður stöðu utanríkisráðherra.

Í lögum um opinber framlög til stjórnmálaflokka, sem tóku gildi 1. janúar 2007, segir að stjórnmálaflokkum sé óheimilt að veita viðtöku framlögum frá opinberum aðilum.

„Þetta kemur klaufalega út og framkvæmdarstjóri flokksins er að kanna málið," segir Valgerður en aðspurð segist hún ekki vita afhverju Ríkisendurskoðun flokki styrkinn sem fjárframlag til flokksins.

Valgerður segir að um norræna ráðstefnu um alþjóðamál hafi verið að ræða, hún sagðist hinsvegar ekki muna í augnablikinu hver nákvæm forskrift ráðstefnunnar hafi verið. Hún hafi þó heyrt undir málaflokk utanríkisráðuneytisins.




Tengdar fréttir

Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn

Opinbera hlutafélagið Neyðarlínan ohf greiddi Sjálfstæðisflokknum þrjúhundruð þúsund krónur í framlag til kosningabaráttu flokksins fyrir síðustu kosningar. Hámarks framlag til stjórnmálaafls eru þrjú hundruð þúsund krónur. Athygli vekur að ríkissjóður á 73,6 prósent í Neyðarlínunni, restin skiptist á milli Reykjavíkurborgar, Landsvirkjunnar og Orkuveitu Reykjavíkur.

Utanríkisráðherrann Valgerður styrkti eigin flokk

Utanríkisráðuneytið styrkti Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur árið 2006 samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Þá var Framsóknarkonan Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra en hún gengdi því embætti frá 2006-2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×