Statoil ógnað með refsiaðgerðum frá Barack Obama 23. október 2009 12:01 Bandarískir þingmenn hafa krafist þess að Barack Obama bandaríkjaforseti beiti refsiaðgerðum gegn norska olíufélaginu StatoilHydro. Ástæðan er mikil umsvif Statoil í Íran og er félagið ekki það eina sem þingmennirnir vilja að sé refsað. Í frétt um málið á business.dk segir að 50 þingmenn á bandaríska þinginu hafi lagt fram kröfu um að Barack Obama nýti sér löggjöf frá árinu 1996 um refsiaðgerðir en 20 erlend fyrirtæki hafa orðið fyrir barðinu á þeim síðan þar á meðal Total í Frakklandi, raftækjarisinn LG í Suður-Kóreru og brasilíska olíufélagið Petrobras. Upprunalega náði þessi löggjöf einnig til Lýbíu en féll úr gildi gagnvart því landi árið 2006. Refsiaðgerðirnir sem Bandaríkjastjórn getur gripið til samkvæmt löggjöfinni ná yfir allt frá því að koma í veg fyrir bankalán upp í viðskiptabann til og frá Bandaríkjunum. Einnig er hægt að útiloka fyrirtækin frá samningum við opinbera aðila í Bandaríkjunum. Löggjöfin ber nafnið „Sanctions Act" og hún gefur forsetanum möguleika á að beita aðgerðum gegn hverjum þeim sem hefur fjárfest fyrir meir en 20 milljarða dollara í orkugeira Írans. „Á sama tíma og þú semur við stjórn Íran um kjarnorkuáætlun þeirra skorum við á þig að beita öðrum tiltækum ráðum sem hægt er að grípa til ef diplómataleiðin nær ekki að leysa deiluna," skrifa þingmennirnir í bréfi til Barack Obama. Stjórn Statoil tekur þessa ógnun alvarlega. „StatoilHydro þekkir til og undirbýr sig fyrir aðgerðir bandarískra stjórnvalda í Íran," segir Mari Dotterudd talsmaður Statoil. „Við eigum í opnum og jöfnum samskiptum við bandarísk stjórnvöld um fyrirtæki okkar og starfsemi þess í Íran. Í ljósi stöðunnar í dag munum við ekki fjárfesta frekar í landinu." Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Bandarískir þingmenn hafa krafist þess að Barack Obama bandaríkjaforseti beiti refsiaðgerðum gegn norska olíufélaginu StatoilHydro. Ástæðan er mikil umsvif Statoil í Íran og er félagið ekki það eina sem þingmennirnir vilja að sé refsað. Í frétt um málið á business.dk segir að 50 þingmenn á bandaríska þinginu hafi lagt fram kröfu um að Barack Obama nýti sér löggjöf frá árinu 1996 um refsiaðgerðir en 20 erlend fyrirtæki hafa orðið fyrir barðinu á þeim síðan þar á meðal Total í Frakklandi, raftækjarisinn LG í Suður-Kóreru og brasilíska olíufélagið Petrobras. Upprunalega náði þessi löggjöf einnig til Lýbíu en féll úr gildi gagnvart því landi árið 2006. Refsiaðgerðirnir sem Bandaríkjastjórn getur gripið til samkvæmt löggjöfinni ná yfir allt frá því að koma í veg fyrir bankalán upp í viðskiptabann til og frá Bandaríkjunum. Einnig er hægt að útiloka fyrirtækin frá samningum við opinbera aðila í Bandaríkjunum. Löggjöfin ber nafnið „Sanctions Act" og hún gefur forsetanum möguleika á að beita aðgerðum gegn hverjum þeim sem hefur fjárfest fyrir meir en 20 milljarða dollara í orkugeira Írans. „Á sama tíma og þú semur við stjórn Íran um kjarnorkuáætlun þeirra skorum við á þig að beita öðrum tiltækum ráðum sem hægt er að grípa til ef diplómataleiðin nær ekki að leysa deiluna," skrifa þingmennirnir í bréfi til Barack Obama. Stjórn Statoil tekur þessa ógnun alvarlega. „StatoilHydro þekkir til og undirbýr sig fyrir aðgerðir bandarískra stjórnvalda í Íran," segir Mari Dotterudd talsmaður Statoil. „Við eigum í opnum og jöfnum samskiptum við bandarísk stjórnvöld um fyrirtæki okkar og starfsemi þess í Íran. Í ljósi stöðunnar í dag munum við ekki fjárfesta frekar í landinu."
Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira