Statoil ógnað með refsiaðgerðum frá Barack Obama 23. október 2009 12:01 Bandarískir þingmenn hafa krafist þess að Barack Obama bandaríkjaforseti beiti refsiaðgerðum gegn norska olíufélaginu StatoilHydro. Ástæðan er mikil umsvif Statoil í Íran og er félagið ekki það eina sem þingmennirnir vilja að sé refsað. Í frétt um málið á business.dk segir að 50 þingmenn á bandaríska þinginu hafi lagt fram kröfu um að Barack Obama nýti sér löggjöf frá árinu 1996 um refsiaðgerðir en 20 erlend fyrirtæki hafa orðið fyrir barðinu á þeim síðan þar á meðal Total í Frakklandi, raftækjarisinn LG í Suður-Kóreru og brasilíska olíufélagið Petrobras. Upprunalega náði þessi löggjöf einnig til Lýbíu en féll úr gildi gagnvart því landi árið 2006. Refsiaðgerðirnir sem Bandaríkjastjórn getur gripið til samkvæmt löggjöfinni ná yfir allt frá því að koma í veg fyrir bankalán upp í viðskiptabann til og frá Bandaríkjunum. Einnig er hægt að útiloka fyrirtækin frá samningum við opinbera aðila í Bandaríkjunum. Löggjöfin ber nafnið „Sanctions Act" og hún gefur forsetanum möguleika á að beita aðgerðum gegn hverjum þeim sem hefur fjárfest fyrir meir en 20 milljarða dollara í orkugeira Írans. „Á sama tíma og þú semur við stjórn Íran um kjarnorkuáætlun þeirra skorum við á þig að beita öðrum tiltækum ráðum sem hægt er að grípa til ef diplómataleiðin nær ekki að leysa deiluna," skrifa þingmennirnir í bréfi til Barack Obama. Stjórn Statoil tekur þessa ógnun alvarlega. „StatoilHydro þekkir til og undirbýr sig fyrir aðgerðir bandarískra stjórnvalda í Íran," segir Mari Dotterudd talsmaður Statoil. „Við eigum í opnum og jöfnum samskiptum við bandarísk stjórnvöld um fyrirtæki okkar og starfsemi þess í Íran. Í ljósi stöðunnar í dag munum við ekki fjárfesta frekar í landinu." Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bandarískir þingmenn hafa krafist þess að Barack Obama bandaríkjaforseti beiti refsiaðgerðum gegn norska olíufélaginu StatoilHydro. Ástæðan er mikil umsvif Statoil í Íran og er félagið ekki það eina sem þingmennirnir vilja að sé refsað. Í frétt um málið á business.dk segir að 50 þingmenn á bandaríska þinginu hafi lagt fram kröfu um að Barack Obama nýti sér löggjöf frá árinu 1996 um refsiaðgerðir en 20 erlend fyrirtæki hafa orðið fyrir barðinu á þeim síðan þar á meðal Total í Frakklandi, raftækjarisinn LG í Suður-Kóreru og brasilíska olíufélagið Petrobras. Upprunalega náði þessi löggjöf einnig til Lýbíu en féll úr gildi gagnvart því landi árið 2006. Refsiaðgerðirnir sem Bandaríkjastjórn getur gripið til samkvæmt löggjöfinni ná yfir allt frá því að koma í veg fyrir bankalán upp í viðskiptabann til og frá Bandaríkjunum. Einnig er hægt að útiloka fyrirtækin frá samningum við opinbera aðila í Bandaríkjunum. Löggjöfin ber nafnið „Sanctions Act" og hún gefur forsetanum möguleika á að beita aðgerðum gegn hverjum þeim sem hefur fjárfest fyrir meir en 20 milljarða dollara í orkugeira Írans. „Á sama tíma og þú semur við stjórn Íran um kjarnorkuáætlun þeirra skorum við á þig að beita öðrum tiltækum ráðum sem hægt er að grípa til ef diplómataleiðin nær ekki að leysa deiluna," skrifa þingmennirnir í bréfi til Barack Obama. Stjórn Statoil tekur þessa ógnun alvarlega. „StatoilHydro þekkir til og undirbýr sig fyrir aðgerðir bandarískra stjórnvalda í Íran," segir Mari Dotterudd talsmaður Statoil. „Við eigum í opnum og jöfnum samskiptum við bandarísk stjórnvöld um fyrirtæki okkar og starfsemi þess í Íran. Í ljósi stöðunnar í dag munum við ekki fjárfesta frekar í landinu."
Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira