Viðskipti erlent

Danskur sjóður skapar fullkomnar franskar kartöflur

Stærsti framleiðandi á frönskum kartöflum í heiminum, McCain, hefur fest kaup á kartöflum sem danskur landbúnaðarsjóður hefur skapað en í dönskum fjölmiðlum eru þessar kartöflur sagðar fullkomnar til framleiðslu á frönskum.

Sjóðurinn sem hér um ræðir er staðsettur á Fjóni og heitir Landbrugets Kartoffelfond. Hin nýja tegund af karöflum sem sjóðurinn hefur skapað með þróunarvinnu, nýrri tækni og ræktun hefur fengið nafnið Royal.

Rætt er við forstjóra Kartöflusjóðsins, Lars Buch, um málið í Politiken. "Þetta er frábært. Við höfum unnið í áravís að þessu verkefni," segir Buch sem er mjög ánægður með að McCain ætli að selja Royal kartöflurnar um allan heim.

Kartöflussjóðurinn hefur fengið einkaleyfi á Royal og því mun sjóðurinn fá hlut af sölu hennar ef hún verður ræktuð í öðrum löndum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×