Vettel fagnaði sigri á Silverstone Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2009 13:54 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í dag. Nordic Photos / AFP Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í enska kappakstrinum sem fór fram á Silverstone-brautinni í dag. Jenson Button náði sjötta sæti, rétt eins og í tímatökunum í gær en Vettel var fremstur á ráspól í ræsingunni. Mark Webber komst ekki fram úr Rubens Barrichello strax í upphafi og notaði Vettel það tækifæri til að koma sér í myndarlega forystu í keppninni. Webber komst svo fram úr Barrichello eftir fyrsta viðgerðarhléð og urðu því ökuþórar Red Bull, þeir Vettel og Webber, fyrstir í mark í dag. Barrichello varð þriðji og Felipe Massa á Ferrari fjórði. Nico Rosberg á Williams varð fimmti en hann háði mikla baráttu við Massa um fjórða sætið. Button er þó enn með góða forystu í stigakeppni ökumanna eða 23 stig á félaga sinn hjá Brawn, Rubens Barrichello. Vettel er svo tveimur stigum á eftir Brasilíumanninnum og 3,5 stigum á undan Webber. En nóg er eftir af keppnum og ljóst að Brawn mun fá mikla samkeppni frá Red Bull. Síðarnefnda liðið var með nýja uppfærslu í sínum keppnisbílum sem gerði það að verkum að liðið var í sérflokki alla helgina. Ríkjandi meistari, Lewis Hamilton, náði ekki nema sextánda sæti en hann sagði bílinn sinn hafa ekki verið með neitt grip á brautinni. Formúla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í enska kappakstrinum sem fór fram á Silverstone-brautinni í dag. Jenson Button náði sjötta sæti, rétt eins og í tímatökunum í gær en Vettel var fremstur á ráspól í ræsingunni. Mark Webber komst ekki fram úr Rubens Barrichello strax í upphafi og notaði Vettel það tækifæri til að koma sér í myndarlega forystu í keppninni. Webber komst svo fram úr Barrichello eftir fyrsta viðgerðarhléð og urðu því ökuþórar Red Bull, þeir Vettel og Webber, fyrstir í mark í dag. Barrichello varð þriðji og Felipe Massa á Ferrari fjórði. Nico Rosberg á Williams varð fimmti en hann háði mikla baráttu við Massa um fjórða sætið. Button er þó enn með góða forystu í stigakeppni ökumanna eða 23 stig á félaga sinn hjá Brawn, Rubens Barrichello. Vettel er svo tveimur stigum á eftir Brasilíumanninnum og 3,5 stigum á undan Webber. En nóg er eftir af keppnum og ljóst að Brawn mun fá mikla samkeppni frá Red Bull. Síðarnefnda liðið var með nýja uppfærslu í sínum keppnisbílum sem gerði það að verkum að liðið var í sérflokki alla helgina. Ríkjandi meistari, Lewis Hamilton, náði ekki nema sextánda sæti en hann sagði bílinn sinn hafa ekki verið með neitt grip á brautinni.
Formúla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira