Sjóræningjar setja upp kauphöll til að fjármagna aðgerðir 1. desember 2009 14:31 Sómalskir sjóræningjar hafa komið á fót „kauphöll" í aðalbækistöðvum sínum, bænum Haradheere, þannig að áhugasamir fjárfestar eigi þess kost að fjármagna aðgerðir þeirra. Í ítarlegri umfjöllun Reuters um málið segir að þetta sé eins og þegar kauphallarmarkaður og skipulögð glæpastarfsemi fari saman í eina sæng.Sjóræningjarnir hafa herjað á hafsvæðinu út af Horni Afríku, það er á Aden flóanum og Indlandshafi og hafa grætt tugi milljóna dollara á ránum sínum. Vera herskipaflota á þessum slóðum hefur haft það eitt í för með sér að sjóræningjarnir sækja lengra á haf út.Það er eftir töluverðu að slægjast segir í umfjöllun Reuters og áhugasamir fjárfestar frá öðrum hlutum Sómalíu og öðrum þjóðum hafa nú sett upp skipulagaðan markað til að annast fjármál sín.Einn auðugur fyrrum sjóræningi, Mohammed að nafni, fór með fréttamanni Reuters í skoðunarferð um markaðinn og lét þess getið í leiðinni að það væri nauðsynlegt að hafa stuðning staðarbúa fyrir aðgerðum sjóræningjanna.„Við settum þennan markað upp fyrir fjórum mánuðum síðan þegar monsúnrigningarnar stóðu yfir," segir Mohammed. „Við byrjuðum með 15 „skipafélög" en nú eru þau orðin 72 talsins. Tíu þeirra hafa þegar skilað hagnaði."Mohammed segir ennfremur að hver sem vill geti keypt hluti í þessum „skipafélögum" og arður sé greiddur eftir árangrinum á hafi úti. Markaðurinn er opinn 24 tíma á sólarhring.Haradheere, sem liggur 400 km norður af Mogadishu, var áður fyrr lítið og rólegt sjávarþorp en núna er vart þverfótað þar fyrir lúxusjeppum sem stífla allar götur.„Viðskipti tengd sjóránum eru nú orðin aðalatvinnuvegur þorpsbúa og bæjaryfirvöld fá sinn hluta af kökunni úr hverju velheppnuðu sjóráni," segir Mohamed Adam yfirmaður öryggismála í þorpinu.Stjórnvöld geta lítið gert við ástandinu enda í harðri baráttu við íslamska uppreisnarmenn. Það er varla að stjórnvöld ráði meiru en nokkrum götum í Mogadishu, höfuðborg landsins. Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Sómalskir sjóræningjar hafa komið á fót „kauphöll" í aðalbækistöðvum sínum, bænum Haradheere, þannig að áhugasamir fjárfestar eigi þess kost að fjármagna aðgerðir þeirra. Í ítarlegri umfjöllun Reuters um málið segir að þetta sé eins og þegar kauphallarmarkaður og skipulögð glæpastarfsemi fari saman í eina sæng.Sjóræningjarnir hafa herjað á hafsvæðinu út af Horni Afríku, það er á Aden flóanum og Indlandshafi og hafa grætt tugi milljóna dollara á ránum sínum. Vera herskipaflota á þessum slóðum hefur haft það eitt í för með sér að sjóræningjarnir sækja lengra á haf út.Það er eftir töluverðu að slægjast segir í umfjöllun Reuters og áhugasamir fjárfestar frá öðrum hlutum Sómalíu og öðrum þjóðum hafa nú sett upp skipulagaðan markað til að annast fjármál sín.Einn auðugur fyrrum sjóræningi, Mohammed að nafni, fór með fréttamanni Reuters í skoðunarferð um markaðinn og lét þess getið í leiðinni að það væri nauðsynlegt að hafa stuðning staðarbúa fyrir aðgerðum sjóræningjanna.„Við settum þennan markað upp fyrir fjórum mánuðum síðan þegar monsúnrigningarnar stóðu yfir," segir Mohammed. „Við byrjuðum með 15 „skipafélög" en nú eru þau orðin 72 talsins. Tíu þeirra hafa þegar skilað hagnaði."Mohammed segir ennfremur að hver sem vill geti keypt hluti í þessum „skipafélögum" og arður sé greiddur eftir árangrinum á hafi úti. Markaðurinn er opinn 24 tíma á sólarhring.Haradheere, sem liggur 400 km norður af Mogadishu, var áður fyrr lítið og rólegt sjávarþorp en núna er vart þverfótað þar fyrir lúxusjeppum sem stífla allar götur.„Viðskipti tengd sjóránum eru nú orðin aðalatvinnuvegur þorpsbúa og bæjaryfirvöld fá sinn hluta af kökunni úr hverju velheppnuðu sjóráni," segir Mohamed Adam yfirmaður öryggismála í þorpinu.Stjórnvöld geta lítið gert við ástandinu enda í harðri baráttu við íslamska uppreisnarmenn. Það er varla að stjórnvöld ráði meiru en nokkrum götum í Mogadishu, höfuðborg landsins.
Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira