Schumacher varði brúðkaupsafmælinu í kappakstri 8. ágúst 2009 08:35 Michael Schumacher var á kartbrautinni í Locano við Gardavatnið á brúðkapsdeginum. Michael Schumacher er eldheitur þessa dagana í undirbúningi fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur sinn síðan 2006. Hann æfði kart kappakstur í tvo daga í vikunni og svo mikill er áhuginn að á afmæli brúðkaups síns dvaldi hann á kartbraut við Garda vatnið við æfingar. "Ég keyrði á Locano brautinni á Tony Kart bíl sem er sérstalega léttur í meðförum og aksturs slíkra bíla þjálfar brjóst, háls og axlir. Fimmtudagurinn var svona brúðkaupsafmæli mín og Corinne konu minnar. Við fórum út að borða um kvöldið og héldum upp á daginn", sagði Schumacher á vefsíðu sinni. Hann keyrði kartbíl og gömlul hálseymsli virðast ekki há honum verulega, en læknir mun skoða hann í vikunni og gefa honum ráð varðandi þátttöku í Formúlu 1 mótinu í Valencia 23. ágúst. Hvort hann sé hæfur til keppni eður ei, en miðað við átökin í kart kappakstrinum virðist Schumacher stálsleginn. "Þetta var góð æfing og næstu daga þá mun ég styrka líkamann í líkamsrækt heima hjá mér", sagði Schumacher. Corinne kona hans vill ekki að hann keppi nema hálsinn verði dæmdur í lagi og það er skilyrði sem hann setti Ferrari líka, að hann væri fullfrískur. Sjá meira um Schumacher Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher er eldheitur þessa dagana í undirbúningi fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur sinn síðan 2006. Hann æfði kart kappakstur í tvo daga í vikunni og svo mikill er áhuginn að á afmæli brúðkaups síns dvaldi hann á kartbraut við Garda vatnið við æfingar. "Ég keyrði á Locano brautinni á Tony Kart bíl sem er sérstalega léttur í meðförum og aksturs slíkra bíla þjálfar brjóst, háls og axlir. Fimmtudagurinn var svona brúðkaupsafmæli mín og Corinne konu minnar. Við fórum út að borða um kvöldið og héldum upp á daginn", sagði Schumacher á vefsíðu sinni. Hann keyrði kartbíl og gömlul hálseymsli virðast ekki há honum verulega, en læknir mun skoða hann í vikunni og gefa honum ráð varðandi þátttöku í Formúlu 1 mótinu í Valencia 23. ágúst. Hvort hann sé hæfur til keppni eður ei, en miðað við átökin í kart kappakstrinum virðist Schumacher stálsleginn. "Þetta var góð æfing og næstu daga þá mun ég styrka líkamann í líkamsrækt heima hjá mér", sagði Schumacher. Corinne kona hans vill ekki að hann keppi nema hálsinn verði dæmdur í lagi og það er skilyrði sem hann setti Ferrari líka, að hann væri fullfrískur. Sjá meira um Schumacher
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira