Teitur Örlygsson stýrði í kvöld Stjörnunni til sigurs gegn sterku liði Grindavíkur í sínum fyrsta deildarleik síðan hann tók við Garðbæingum.
„Þetta var nokkuð sannfærandi enda vorum við yfir allan leikinn. Það er gaman gegn liði eins og Grindavík," sagði Teitur í samtali við Vísi eftir leikinn. „Við vorum tilbúnir í þennan leik og ég var ánægður með baráttuna og liðsheildina. Það voru allir að gera gagn í liðinu og það skilaði sigrinum í kvöld."
„Við erum kannski ekki með bestu einstaklingana en við ætlum að gera gott lið úr því sem við erum með í höndunum. Það er svo mitt hlutverk að láta þá vita hvað þeir eru í góðu liði."
Teitur sagði að Grindvíkingar hefðu ekki náð að spila sinn besta leik í kvöld. Þetta var aðeins annað tap liðsins í deildinni í vetur.
„Grindvíkingar eru með virkilega vel mannað lið og árangur þeirra kemur ekki á óvart. En það var dugnaðurinn og eljan sem skilaði sigrinum í kvöld. Nú er markmiðið að vinna eins marga leiki og við getum og vonandi fleytir það okkur upp töfluna og í úrslitakeppnina. Það þarf ekki marga sigurleiki í röð til að hoppa upp um nokkur sæti eins og staðan í deildinni er í dag."
Teitur: Baráttan skilaði sigrinum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn


Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn


„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti

Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti


Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti
Fleiri fréttir
