Bandaríkjastjórn vill ekki þjóðnýta bankana 20. febrúar 2009 22:19 Stjórnvöld í Washington sendu skýr skilaboð í dag um að ekki stæði til að þjóðnýta tvo af stærstu bönkum Bandaríkjanna þrátt fyrir að hlutabréf í þeim hríðfélli. Sögusagnir á Wall Street um að bankarnir yrðu þjóðnýttir leiddi til þess að helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu í dag. Þar óttast fjárfestar að ríkið taki bankana yfir og hlutafé í þeim þurrkist út. Citigroup féll um 20%, en Bank of America féll um 12% í viðskiptum í kvöld en hlutir í þessum fyrirtækjum hækkuðu örlítið aftur seinna um kvöldið. Ríkisstjórnin er staðföst í þeirri skoðun sinni að bankakerfið eigi að vera einkarekið og gott eftirlit eigi að vera með bönkunum," sagði Robert Gibbs, fjölmiðlafulltrúi í Hvíta húsinu. „Þetta hefur verið skoðun okkar um alllangt skeið og verður það áfram," sagði Gibbs jafnframt. Fjárfestar virðast hafa sífellt minni trú á því að bankakerfið geti rétt sig við af sjálfu sér. Þegar hefur töluverðu af fé skattgreiðenda verið dælt í bankana í þeirri viðleitni stjórnvalda að bjarga fjármálakerfinu. Þegar einn blaðamaður lagði til að Gibbs gæfi út yfirlýsingu um að Obama myndi aldrei þjóðnýta bankana sagðist Gibbs ekki geta gefið út slíka yfirlýsingu. „Ég held að ég hafi verið nokkuð skýr í máli mínu um það kerfi sem þessi þjóð vill búa við," sagði Gibbs. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórnvöld í Washington sendu skýr skilaboð í dag um að ekki stæði til að þjóðnýta tvo af stærstu bönkum Bandaríkjanna þrátt fyrir að hlutabréf í þeim hríðfélli. Sögusagnir á Wall Street um að bankarnir yrðu þjóðnýttir leiddi til þess að helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu í dag. Þar óttast fjárfestar að ríkið taki bankana yfir og hlutafé í þeim þurrkist út. Citigroup féll um 20%, en Bank of America féll um 12% í viðskiptum í kvöld en hlutir í þessum fyrirtækjum hækkuðu örlítið aftur seinna um kvöldið. Ríkisstjórnin er staðföst í þeirri skoðun sinni að bankakerfið eigi að vera einkarekið og gott eftirlit eigi að vera með bönkunum," sagði Robert Gibbs, fjölmiðlafulltrúi í Hvíta húsinu. „Þetta hefur verið skoðun okkar um alllangt skeið og verður það áfram," sagði Gibbs jafnframt. Fjárfestar virðast hafa sífellt minni trú á því að bankakerfið geti rétt sig við af sjálfu sér. Þegar hefur töluverðu af fé skattgreiðenda verið dælt í bankana í þeirri viðleitni stjórnvalda að bjarga fjármálakerfinu. Þegar einn blaðamaður lagði til að Gibbs gæfi út yfirlýsingu um að Obama myndi aldrei þjóðnýta bankana sagðist Gibbs ekki geta gefið út slíka yfirlýsingu. „Ég held að ég hafi verið nokkuð skýr í máli mínu um það kerfi sem þessi þjóð vill búa við," sagði Gibbs.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira