Raikkönen vill verðlaun í afmælisgjöf 13. október 2009 09:44 Kimi Raikkönen vill verðlaun í afmælisgjöf um helgina. Mynd: Getty Images Finninn Kimi Raikkönen verður þrítugur um helgina og hans heitasta ósk er að komast á verðlaunapall í mótinu í Brasilíu, sem fer fram á sunnudaginn. Brautin í Brasilíu hefur hentað Ferrari bílnum vel síðustu ár og Felipe Massa vann glæstan sigur í fyrra, en missti af meistaratitlinum á síðustu stundu. "Markmið mitt er að komast á verðlaunapallinn. Það verður þó engin leikur, þar sem við höfum hætt framþróun bílsins á meðan önnur lið eru í gríð og erg að bæta bíla sína", sagði Raikkönen um möguleika sína um helgina. "Ég mun fagna 30 ára afmæli mínu á laugardag og að komast á verðlaunapall væri frábær afmælisgjöf. En ég verð að fá hana frá keppinautum okkar á einhvern hátt. Mest um vert er að halda þriðja sætinu í stigakeppni bílasmiða", sagði Raikkönen. Brawn liðið er nánast gulltryggt að vinna titil bílasmiða, Red Bull er í öðru sæti, en McLaren á möguleika á að skáka Ferrari. Í keppni ökumanna er Jenson Button með 14 stiga forskot á Rubens Barrichello og 16 á Sebastian Vettel. Þessir þrír eiga möguleika á titlinum, þegar tveimur mótið er ólokið. Sjá brautarlýsingu frá Brasilíu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen verður þrítugur um helgina og hans heitasta ósk er að komast á verðlaunapall í mótinu í Brasilíu, sem fer fram á sunnudaginn. Brautin í Brasilíu hefur hentað Ferrari bílnum vel síðustu ár og Felipe Massa vann glæstan sigur í fyrra, en missti af meistaratitlinum á síðustu stundu. "Markmið mitt er að komast á verðlaunapallinn. Það verður þó engin leikur, þar sem við höfum hætt framþróun bílsins á meðan önnur lið eru í gríð og erg að bæta bíla sína", sagði Raikkönen um möguleika sína um helgina. "Ég mun fagna 30 ára afmæli mínu á laugardag og að komast á verðlaunapall væri frábær afmælisgjöf. En ég verð að fá hana frá keppinautum okkar á einhvern hátt. Mest um vert er að halda þriðja sætinu í stigakeppni bílasmiða", sagði Raikkönen. Brawn liðið er nánast gulltryggt að vinna titil bílasmiða, Red Bull er í öðru sæti, en McLaren á möguleika á að skáka Ferrari. Í keppni ökumanna er Jenson Button með 14 stiga forskot á Rubens Barrichello og 16 á Sebastian Vettel. Þessir þrír eiga möguleika á titlinum, þegar tveimur mótið er ólokið. Sjá brautarlýsingu frá Brasilíu
Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira