Kimi Raikkönen hættir í Formúlu 1 18. nóvember 2009 07:01 Kimi Raikkönen hefur meiri tíma fyrir símtöl á næsta ári. mynd: Getty Images Finninn Kimi Raikkönen keppir ekki í Formúlu 1 á næsta ári, eftir að samningaviðræðum við McLaren fór út um þúfur. Allt bendir til að Jenson Button verði liðsmaður McLaren með Lewis Hamilton. Umboðsmenn Raikkönen segja að hann taki sér árs frí frá Formúlu 1 hið minnsta, en hann vill ekki keppa með nema toppliði í íþróttinni. "Möguleiki Raikkönen fólst í því að keppa með McLaren eða ekki og það náðist ekki samkomulag. Hann mun því ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári. Hann vill frekar keppa um sigur, en vera með og ársfrí er ekkert mál fyrir Raikkönen", sagði Steve Robertson umboðsmaður Raikkönen. Ekki náðist samkomulag um laun á milli McLaren og Raikkönen og þá vildi Finninn ekki fara á eins margar uppákomur fyrir kostendur og McLaren óskaði. Það hefur löngum verið honum þyrnir í augum. Button sér þá væntanlega sæng sína útbreidda með McLaren og hitti liðsmenn að máli á mánudagskvöld. Ferrari keypti Raikkönen undan samningi til að koma Fernando Alonso að hjá liðinu, en margir eru á þeirri skoðun að Raikkönen sé saddur af Formúlu 1 og skipti yfir í rallakstur. Sjá meira um málið Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen keppir ekki í Formúlu 1 á næsta ári, eftir að samningaviðræðum við McLaren fór út um þúfur. Allt bendir til að Jenson Button verði liðsmaður McLaren með Lewis Hamilton. Umboðsmenn Raikkönen segja að hann taki sér árs frí frá Formúlu 1 hið minnsta, en hann vill ekki keppa með nema toppliði í íþróttinni. "Möguleiki Raikkönen fólst í því að keppa með McLaren eða ekki og það náðist ekki samkomulag. Hann mun því ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári. Hann vill frekar keppa um sigur, en vera með og ársfrí er ekkert mál fyrir Raikkönen", sagði Steve Robertson umboðsmaður Raikkönen. Ekki náðist samkomulag um laun á milli McLaren og Raikkönen og þá vildi Finninn ekki fara á eins margar uppákomur fyrir kostendur og McLaren óskaði. Það hefur löngum verið honum þyrnir í augum. Button sér þá væntanlega sæng sína útbreidda með McLaren og hitti liðsmenn að máli á mánudagskvöld. Ferrari keypti Raikkönen undan samningi til að koma Fernando Alonso að hjá liðinu, en margir eru á þeirri skoðun að Raikkönen sé saddur af Formúlu 1 og skipti yfir í rallakstur. Sjá meira um málið
Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira