,,Armageddon" ef bandarískar skuldir hætta að seljast 25. september 2009 11:09 Julian Robertson stofnandi og stjórnarformaður Tiger Management segir að það muni liggja við heimsendi (Armageddon) ef Japanir og Kínverjar gefist upp á að kaupa bandarískar skuldir, það er ríkisskuldabréf. Þessi orð lét Robertson falla í viðtali á CNBC stöðinni en hann telur að ríkissjóður Bandaríkjanna sé orðinn alltof háður fyrrgreindum þjóðum sem hafa verið duglegar við að taka að sér skuldir sjóðsins með kaupum á ríkisskuldabréfum. „Ég veit ekki hvar annarsstaðar við ættum að fá fjármagn. Ég tel að við höfum komið okkur í skelfilega stöðu og tel að við ættum að reyna að koma okkur út úr henni," segir Robertson. Fram kom í máli Robertson að fari svo að Japanir og Kínverjar gefist upp á bandarískum ríkisskuldabréfakaupum sé óðaverðbólga framundan í Bandaríkjunum. „Við gætum auðveldlega horft fram á 15 til 20% verðbólgu," segir hann. „Það er brjálæði að við höfum komið okkur í þá stöðu að vera jafnháð þessum þjóðum." Annað sem veldur Robertson áhyggjum í þessum sambandi er að í augnablikinu eru Japanir og Kínverjar aðeins að kaupa ríkisskuldabréf til styttri tíma. „Við getum ekki lengur selt þeim bréf til lengri tíma," segir Robertson. „Og þið vitið að sögulega hefur fólk sem tekur lán til styttri tíma ætíð brennt sig á slíku." Lausnin á þessu vandamáli er að mati Robertson að Bandaríkin verða að nota vöxt og sparnað til að snúa þróuninni við. Það verður að spara og skera niður, hætta eyðslu og draga úr umsvifum. Mest lesið Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Julian Robertson stofnandi og stjórnarformaður Tiger Management segir að það muni liggja við heimsendi (Armageddon) ef Japanir og Kínverjar gefist upp á að kaupa bandarískar skuldir, það er ríkisskuldabréf. Þessi orð lét Robertson falla í viðtali á CNBC stöðinni en hann telur að ríkissjóður Bandaríkjanna sé orðinn alltof háður fyrrgreindum þjóðum sem hafa verið duglegar við að taka að sér skuldir sjóðsins með kaupum á ríkisskuldabréfum. „Ég veit ekki hvar annarsstaðar við ættum að fá fjármagn. Ég tel að við höfum komið okkur í skelfilega stöðu og tel að við ættum að reyna að koma okkur út úr henni," segir Robertson. Fram kom í máli Robertson að fari svo að Japanir og Kínverjar gefist upp á bandarískum ríkisskuldabréfakaupum sé óðaverðbólga framundan í Bandaríkjunum. „Við gætum auðveldlega horft fram á 15 til 20% verðbólgu," segir hann. „Það er brjálæði að við höfum komið okkur í þá stöðu að vera jafnháð þessum þjóðum." Annað sem veldur Robertson áhyggjum í þessum sambandi er að í augnablikinu eru Japanir og Kínverjar aðeins að kaupa ríkisskuldabréf til styttri tíma. „Við getum ekki lengur selt þeim bréf til lengri tíma," segir Robertson. „Og þið vitið að sögulega hefur fólk sem tekur lán til styttri tíma ætíð brennt sig á slíku." Lausnin á þessu vandamáli er að mati Robertson að Bandaríkin verða að nota vöxt og sparnað til að snúa þróuninni við. Það verður að spara og skera niður, hætta eyðslu og draga úr umsvifum.
Mest lesið Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira