Kakha Kaladze, varnarmaður AC Milan, leikur ekki meira á þessu tímabili en hann gekkst undir uppskurð á hné í dag. Þessi georgíski landsliðsmaður fór í skoðun hjá virtum læknum í morgun og var ákveðið að framkvæma uppskurð samstundis.
Á heimasíðu AC Milan er tilkynning þar sem segir að Kaladze verði frá æfingum í fimm mánuði.