Friðrik Þór og von Trier með myndlistarsýningu Höskuldur Daði Magnússon skrifar 15. ágúst 2009 06:00 Hér er ein mynda Friðriks, fræg sena úr Börnum náttúrunnar. Kínverskir verktakar halda verkinu uppi, en það er 2,80 sinnum 3,20 metrar að stærð. Kvikmyndaleikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Lars von Trier opna myndlistarsýningu saman í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi í byrjun september. Þar verða sýnd málverk sem máluð hafa verið upp úr kvikmyndum þeirra. Sýningin kallast Börn náttúrunnar vs. Antíkristur og vísar nafnið til þekktustu myndar Friðriks og nýjustu myndar von Triers. „Þeir hafa hvor um sig valið sex ramma úr þessum kvikmyndum og þeir voru síðan málaðir í Kína. Listaverkin urðu til hjá handverksmönnum þar, í anda fjöldaframleiðslu eins og bíómyndir eru gerðar,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Sýningin verður opnuð 3. september og undirbúningur er því á lokastigi. Verkin eru á leið til landsins frá Kína, en verk von Triers koma fyrst við hjá honum í Danmörku. Verkin eru reyndar engin smásmíði, 2,80 metrar sinnum 3,20. Soffía segir að verkin komi ekki fullmótuð frá verktökunum í Kína. Listamennirnir Friðrik og von Trier fái verkin í hendur og setji þá handbragð sitt á þau; einhvers konar fingrafar eða undirskrift. Ari Alexander hefur auk þess tekið saman eins konar sinfóníu úr verkum leikstjóranna beggja og verður því verki varpað á skjái í sýningarsalnum. Sýningin er haldin á sama tíma og RIFF og Nordisk Panorama og verður sameiginleg dagskrá í Hafnarhúsinu af því tilefni. Hins vegar er ólíklegt að Lars von Trier verði viðstaddur opnunina: „Hann er ferðafælinn mjög. Því miður gerum við ekki ráð fyrir því að hann komi,“ segir Soffía. Myndlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Lars von Trier opna myndlistarsýningu saman í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi í byrjun september. Þar verða sýnd málverk sem máluð hafa verið upp úr kvikmyndum þeirra. Sýningin kallast Börn náttúrunnar vs. Antíkristur og vísar nafnið til þekktustu myndar Friðriks og nýjustu myndar von Triers. „Þeir hafa hvor um sig valið sex ramma úr þessum kvikmyndum og þeir voru síðan málaðir í Kína. Listaverkin urðu til hjá handverksmönnum þar, í anda fjöldaframleiðslu eins og bíómyndir eru gerðar,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Sýningin verður opnuð 3. september og undirbúningur er því á lokastigi. Verkin eru á leið til landsins frá Kína, en verk von Triers koma fyrst við hjá honum í Danmörku. Verkin eru reyndar engin smásmíði, 2,80 metrar sinnum 3,20. Soffía segir að verkin komi ekki fullmótuð frá verktökunum í Kína. Listamennirnir Friðrik og von Trier fái verkin í hendur og setji þá handbragð sitt á þau; einhvers konar fingrafar eða undirskrift. Ari Alexander hefur auk þess tekið saman eins konar sinfóníu úr verkum leikstjóranna beggja og verður því verki varpað á skjái í sýningarsalnum. Sýningin er haldin á sama tíma og RIFF og Nordisk Panorama og verður sameiginleg dagskrá í Hafnarhúsinu af því tilefni. Hins vegar er ólíklegt að Lars von Trier verði viðstaddur opnunina: „Hann er ferðafælinn mjög. Því miður gerum við ekki ráð fyrir því að hann komi,“ segir Soffía.
Myndlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira