Stjórn RBS hótar afsögn ef milljarða bónusar fást ekki greiddir 3. desember 2009 10:54 Stjórn Royal Bank of Scotland (RBS) hefur hótað að segja af sér, allir sem einn, ef breska fjármálaráðuneytið kemur í veg fyrir að bónusar upp á 1,5 milljarð punda eða rúmlega 300 milljarða kr. verði greiddir til starfsmanna fjárfestingarhluta bankans.Bloggsíður í Bretlandi loga vegna málsins enda er RBS að mestu kominn í eigu hins opinbera í Bretlandi eftir viðamiklar björgunaraðgerðir við að halda bankanum á floti í fjármálakreppunni. Bónusar þeir sem hér um ræðir eru tvöfalt hærri en þeir sem voru borgaðir til starfsfólks bankans á síðasta ári.Alls eigi 20.000 starfsmenn RBS að fá þessa bónusa í sinn hlut en það þýðir að hver þeirra um sig fengi greitt sem svarar til þreföldum meðalárslaunum í Bretlandi.Í blaðinu Daily Mail er haft eftir Vince Cable talsmanni Frjálslynda flokksins að flokkurinn myndi taka því fagnandi ef stjórn RBS léti verða af hótun sinni..."þeir geta ekki haldið skattgreiðendum í gíslingu á þennan hátt," segir Cable.Fréttin um hótun stjórnar RBS kemur á sama degi og Lord Myners þingmaður The City upplýsti um að 5.000 bankamenn í London myndi fá a.m.k. eina milljón punda, eða ríflega 200 milljónir kr. í laun og bónusa á þessu ári.Breska ríkisstjórnin hefur áður gefið út tilkynningu um að hún áskilji sér rétt til að hlutast til um bónusgreiðslur til starfsmanna þeirra banka sem eru að meirihluta í eigu hins opinbera þar í landi. Eignarhluturinn í RBS fer í 84% á næstu vikum. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórn Royal Bank of Scotland (RBS) hefur hótað að segja af sér, allir sem einn, ef breska fjármálaráðuneytið kemur í veg fyrir að bónusar upp á 1,5 milljarð punda eða rúmlega 300 milljarða kr. verði greiddir til starfsmanna fjárfestingarhluta bankans.Bloggsíður í Bretlandi loga vegna málsins enda er RBS að mestu kominn í eigu hins opinbera í Bretlandi eftir viðamiklar björgunaraðgerðir við að halda bankanum á floti í fjármálakreppunni. Bónusar þeir sem hér um ræðir eru tvöfalt hærri en þeir sem voru borgaðir til starfsfólks bankans á síðasta ári.Alls eigi 20.000 starfsmenn RBS að fá þessa bónusa í sinn hlut en það þýðir að hver þeirra um sig fengi greitt sem svarar til þreföldum meðalárslaunum í Bretlandi.Í blaðinu Daily Mail er haft eftir Vince Cable talsmanni Frjálslynda flokksins að flokkurinn myndi taka því fagnandi ef stjórn RBS léti verða af hótun sinni..."þeir geta ekki haldið skattgreiðendum í gíslingu á þennan hátt," segir Cable.Fréttin um hótun stjórnar RBS kemur á sama degi og Lord Myners þingmaður The City upplýsti um að 5.000 bankamenn í London myndi fá a.m.k. eina milljón punda, eða ríflega 200 milljónir kr. í laun og bónusa á þessu ári.Breska ríkisstjórnin hefur áður gefið út tilkynningu um að hún áskilji sér rétt til að hlutast til um bónusgreiðslur til starfsmanna þeirra banka sem eru að meirihluta í eigu hins opinbera þar í landi. Eignarhluturinn í RBS fer í 84% á næstu vikum.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira