Stjórn RBS hótar afsögn ef milljarða bónusar fást ekki greiddir 3. desember 2009 10:54 Stjórn Royal Bank of Scotland (RBS) hefur hótað að segja af sér, allir sem einn, ef breska fjármálaráðuneytið kemur í veg fyrir að bónusar upp á 1,5 milljarð punda eða rúmlega 300 milljarða kr. verði greiddir til starfsmanna fjárfestingarhluta bankans.Bloggsíður í Bretlandi loga vegna málsins enda er RBS að mestu kominn í eigu hins opinbera í Bretlandi eftir viðamiklar björgunaraðgerðir við að halda bankanum á floti í fjármálakreppunni. Bónusar þeir sem hér um ræðir eru tvöfalt hærri en þeir sem voru borgaðir til starfsfólks bankans á síðasta ári.Alls eigi 20.000 starfsmenn RBS að fá þessa bónusa í sinn hlut en það þýðir að hver þeirra um sig fengi greitt sem svarar til þreföldum meðalárslaunum í Bretlandi.Í blaðinu Daily Mail er haft eftir Vince Cable talsmanni Frjálslynda flokksins að flokkurinn myndi taka því fagnandi ef stjórn RBS léti verða af hótun sinni..."þeir geta ekki haldið skattgreiðendum í gíslingu á þennan hátt," segir Cable.Fréttin um hótun stjórnar RBS kemur á sama degi og Lord Myners þingmaður The City upplýsti um að 5.000 bankamenn í London myndi fá a.m.k. eina milljón punda, eða ríflega 200 milljónir kr. í laun og bónusa á þessu ári.Breska ríkisstjórnin hefur áður gefið út tilkynningu um að hún áskilji sér rétt til að hlutast til um bónusgreiðslur til starfsmanna þeirra banka sem eru að meirihluta í eigu hins opinbera þar í landi. Eignarhluturinn í RBS fer í 84% á næstu vikum. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Stjórn Royal Bank of Scotland (RBS) hefur hótað að segja af sér, allir sem einn, ef breska fjármálaráðuneytið kemur í veg fyrir að bónusar upp á 1,5 milljarð punda eða rúmlega 300 milljarða kr. verði greiddir til starfsmanna fjárfestingarhluta bankans.Bloggsíður í Bretlandi loga vegna málsins enda er RBS að mestu kominn í eigu hins opinbera í Bretlandi eftir viðamiklar björgunaraðgerðir við að halda bankanum á floti í fjármálakreppunni. Bónusar þeir sem hér um ræðir eru tvöfalt hærri en þeir sem voru borgaðir til starfsfólks bankans á síðasta ári.Alls eigi 20.000 starfsmenn RBS að fá þessa bónusa í sinn hlut en það þýðir að hver þeirra um sig fengi greitt sem svarar til þreföldum meðalárslaunum í Bretlandi.Í blaðinu Daily Mail er haft eftir Vince Cable talsmanni Frjálslynda flokksins að flokkurinn myndi taka því fagnandi ef stjórn RBS léti verða af hótun sinni..."þeir geta ekki haldið skattgreiðendum í gíslingu á þennan hátt," segir Cable.Fréttin um hótun stjórnar RBS kemur á sama degi og Lord Myners þingmaður The City upplýsti um að 5.000 bankamenn í London myndi fá a.m.k. eina milljón punda, eða ríflega 200 milljónir kr. í laun og bónusa á þessu ári.Breska ríkisstjórnin hefur áður gefið út tilkynningu um að hún áskilji sér rétt til að hlutast til um bónusgreiðslur til starfsmanna þeirra banka sem eru að meirihluta í eigu hins opinbera þar í landi. Eignarhluturinn í RBS fer í 84% á næstu vikum.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira