Snæfell í undanúrslitin 19. mars 2009 19:01 Sigurður Þorvaldsson Snæfell er komið í undanúrslit Iceland Express deildarinnar eftir 73-71 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik í Stykkishólmi í kvöld. Stjörnuliðið átti á brattann að sækja allan leikinn en með gríðarlegri baráttu á lokasprettinum náði liðið að gera leikinn spennandi. Jón Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 20 stig, Sigurður Þorvaldsson skroaði 17 stig og hirti 9 fráköst og Hlynur Bæringsson skoraði 14 stig og hirti 12 fráköst. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse með 16 stig og 8 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 16 stig, Ólafur Sigurðsson 13 stig og Fannar Helgason 11 stig og 10 fráköst. Það verða því annars vegar KR og Keflavík og hinsvegar Grindavík og Snæfell sem leika í undanúrslitunum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. 20:45 - Leik lokið. Snæfell 73 - Stjarnan 71. Gríðarleg spenna var á lokasprettinum en þrátt fyrir ágæta tilburði Garðbæinga náðu þeir ekki að jafna leikinn. 20:39 - Snæfell 72 - Stjarnan 71. Snæfell á boltann og 6 sekúndur eftir. Snæfell tekur leikhlé. Fannar setti niður tvö víti fyrir Stjörnuna og minnkaði muninn í eitt stig. 20:33 - Þvílík seigla í Stjörnumönnum. Snæfell 72 - Stjarnan 69 þegar 58 sekúndur eru eftir af leiknum. Snæfell á boltann og leikhlé tekið. 20:28 - Örlagaríkar mínútur. Hlynur Bæringsson með stóra körfu fyrir Snæfell og dæmd óíþróttamannsleg villa á Stjörnuna, sem náði að minnka muninn niður í eitt stig. Staðan nú Snæfell 68 - Stjarnan 63 og Snæfell á vítaskot og boltann þeagr 1:58 eru eftir af leiknum. 20:24 - Leikhlé. Snæfell 64 - Stjarnan 61. Stjarnan á vítaskot þegar þrjár og hálf mínúta eru til leiksloka. Teitur Örlygsson hvetur sína menn til dáða á bekknum. Er kominn skjálfti í heimamenn? 20:22 - Enn minnkar Stjarnan muninn! Snæfell 62 - Stjarnan 59. Þristur frá Zdravevski. 20:20 - Snæfell 60 - Stjarnan 54. Stjarnan heldur áfram að kroppa í forskot heimamanna þegar fimm mínútur eru eftir af leiknum 20:15 - Snæfell 56 - Stjarnan 49. Stjarnan saxar á forskotið. 20:11 - Þriðja leikhluta lokið. Snæfell 53 - Stjarnan 44. Enn hafa heimamenn forskot og eru líklegir til að komast í undanúrslit. Sóknarleikur Stjörnunnar var ágætur í þriðja leikhlutanum en nú þurfa þeir að vinna upp níu stiga forskot á síðustu tíu mínútum leiksins. 20:06 - Snæfell 46 - Stjarnan 38. Ólafur Sigurðsson er að eiga fínan leik hjá Stjörnunni og er kominn með 11 stig. Garðbæingar neita að gefast upp, en eiga sem fyrr í erfiðleikum með Snæfellingana undir körfunni. Rúmar þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta. 20:01 - Síðari hálfleikur hafinn. Snæfell 42 - Stjarnan 32. Heimamenn halda uppteknum hætti en Justin Shouse heldur Garðbæingum inni í leiknum. 19:56 - Snæfell hefur unnið frákastabaráttuna í fyrri hálfleik 27-13 og þar af hefur Snæfell hirti 8 sóknarfráköst gegn 2 hjá Stjörnunni. Að öðru leyti er tölfræði liðanna nokkuð áþekk. Tölfræðin í hálfleik: Hjá Snæfelli er Lucius Wagner frábær með 10 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar, Sigurður Þorvaldsson með 8 stig og 4 fráköst, Magni Hafsteinsson með 6 stig og 4 fráköst og Hlynur Bæringsson með 3 stig og 8 fráköst. Hjá Stjörnunni er Justin Shouse stigahæstur með 7 stig og þrjár stoðsendingar. Fannar Helgason er með 5 stig og 5 fráköst, Ólafur Sigurðsson er með 5 stig, Jovan Zdravevski með 5 stig og 5 fráköst og Kjartan Atli Kjartansson með 4 stig og 3 fráköst. 19:46 - Hálfleikur. Snæfell 38 - Stjarnan 27. Snæfell hefur verið með um tíu stiga forskot síðan liðið tók góða rispu í byrjun annars leikhluta. Sóknarleikur Snæfells gekk illa í byrjun leiks en liðið er allt að koma til. Lærisveinar Teits Örlygssonar þurfa að taka sig verulega á í hálfleiknum ef ekki á illa að fara. 19:40. Snæfell 30 - Stjarnan 20. Jón Jónsson og Justin Shouse skiptust á þristum. Heimamenn eru með leikinn í höndum sér núna. Rúmar þrjár mínútur til hálfleiks. 19:35 - Snæfell 27 - Stjarnan 16. Heimamenn að síga fram úr og eru aðeins að rétta úr kútnum eftir frekar lufsulega byrjun. Stjörnumenn eru í vandræðum og hafa fengið 11-2 sprett í andlitið í öðrum leikhluta. 19:29 - Fyrsta leikhluta lokið. Snæfell 16 - Stjarnan 14 Það leynir sér ekki að allt er undir hjá liðunum í kvöld. Baráttan hefur verið gríðarleg og spennustigið hátt og það hefur komið nokkuð niður á fagurfræðunum. Sigurður Þorvaldsson er með 4 stig og 4 fráköst hjá Snæfelli og þeir Shouse, Zdravevski og Kjartan Kjartansson með 4 hver hjá gestunum. 19:23 - Snæfell 10 Stjarnan 7. Baráttan er gríðarleg hér í byrjun og hittni leikmanna eftir því. 4 mín eftir af fyrsta leikhluta. 19:19 - Leikur hefst. Stjarnan byrjar betur og kemst í 5-2 í upphafi leiks. Hlynur Bæringsson er kominn með tvær villur í liði Snæfells eftir þrjár og hálfa mínútu og skiptir sjálfum sér út af í kjölfarið. Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Snæfell er komið í undanúrslit Iceland Express deildarinnar eftir 73-71 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik í Stykkishólmi í kvöld. Stjörnuliðið átti á brattann að sækja allan leikinn en með gríðarlegri baráttu á lokasprettinum náði liðið að gera leikinn spennandi. Jón Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 20 stig, Sigurður Þorvaldsson skroaði 17 stig og hirti 9 fráköst og Hlynur Bæringsson skoraði 14 stig og hirti 12 fráköst. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse með 16 stig og 8 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 16 stig, Ólafur Sigurðsson 13 stig og Fannar Helgason 11 stig og 10 fráköst. Það verða því annars vegar KR og Keflavík og hinsvegar Grindavík og Snæfell sem leika í undanúrslitunum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. 20:45 - Leik lokið. Snæfell 73 - Stjarnan 71. Gríðarleg spenna var á lokasprettinum en þrátt fyrir ágæta tilburði Garðbæinga náðu þeir ekki að jafna leikinn. 20:39 - Snæfell 72 - Stjarnan 71. Snæfell á boltann og 6 sekúndur eftir. Snæfell tekur leikhlé. Fannar setti niður tvö víti fyrir Stjörnuna og minnkaði muninn í eitt stig. 20:33 - Þvílík seigla í Stjörnumönnum. Snæfell 72 - Stjarnan 69 þegar 58 sekúndur eru eftir af leiknum. Snæfell á boltann og leikhlé tekið. 20:28 - Örlagaríkar mínútur. Hlynur Bæringsson með stóra körfu fyrir Snæfell og dæmd óíþróttamannsleg villa á Stjörnuna, sem náði að minnka muninn niður í eitt stig. Staðan nú Snæfell 68 - Stjarnan 63 og Snæfell á vítaskot og boltann þeagr 1:58 eru eftir af leiknum. 20:24 - Leikhlé. Snæfell 64 - Stjarnan 61. Stjarnan á vítaskot þegar þrjár og hálf mínúta eru til leiksloka. Teitur Örlygsson hvetur sína menn til dáða á bekknum. Er kominn skjálfti í heimamenn? 20:22 - Enn minnkar Stjarnan muninn! Snæfell 62 - Stjarnan 59. Þristur frá Zdravevski. 20:20 - Snæfell 60 - Stjarnan 54. Stjarnan heldur áfram að kroppa í forskot heimamanna þegar fimm mínútur eru eftir af leiknum 20:15 - Snæfell 56 - Stjarnan 49. Stjarnan saxar á forskotið. 20:11 - Þriðja leikhluta lokið. Snæfell 53 - Stjarnan 44. Enn hafa heimamenn forskot og eru líklegir til að komast í undanúrslit. Sóknarleikur Stjörnunnar var ágætur í þriðja leikhlutanum en nú þurfa þeir að vinna upp níu stiga forskot á síðustu tíu mínútum leiksins. 20:06 - Snæfell 46 - Stjarnan 38. Ólafur Sigurðsson er að eiga fínan leik hjá Stjörnunni og er kominn með 11 stig. Garðbæingar neita að gefast upp, en eiga sem fyrr í erfiðleikum með Snæfellingana undir körfunni. Rúmar þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta. 20:01 - Síðari hálfleikur hafinn. Snæfell 42 - Stjarnan 32. Heimamenn halda uppteknum hætti en Justin Shouse heldur Garðbæingum inni í leiknum. 19:56 - Snæfell hefur unnið frákastabaráttuna í fyrri hálfleik 27-13 og þar af hefur Snæfell hirti 8 sóknarfráköst gegn 2 hjá Stjörnunni. Að öðru leyti er tölfræði liðanna nokkuð áþekk. Tölfræðin í hálfleik: Hjá Snæfelli er Lucius Wagner frábær með 10 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar, Sigurður Þorvaldsson með 8 stig og 4 fráköst, Magni Hafsteinsson með 6 stig og 4 fráköst og Hlynur Bæringsson með 3 stig og 8 fráköst. Hjá Stjörnunni er Justin Shouse stigahæstur með 7 stig og þrjár stoðsendingar. Fannar Helgason er með 5 stig og 5 fráköst, Ólafur Sigurðsson er með 5 stig, Jovan Zdravevski með 5 stig og 5 fráköst og Kjartan Atli Kjartansson með 4 stig og 3 fráköst. 19:46 - Hálfleikur. Snæfell 38 - Stjarnan 27. Snæfell hefur verið með um tíu stiga forskot síðan liðið tók góða rispu í byrjun annars leikhluta. Sóknarleikur Snæfells gekk illa í byrjun leiks en liðið er allt að koma til. Lærisveinar Teits Örlygssonar þurfa að taka sig verulega á í hálfleiknum ef ekki á illa að fara. 19:40. Snæfell 30 - Stjarnan 20. Jón Jónsson og Justin Shouse skiptust á þristum. Heimamenn eru með leikinn í höndum sér núna. Rúmar þrjár mínútur til hálfleiks. 19:35 - Snæfell 27 - Stjarnan 16. Heimamenn að síga fram úr og eru aðeins að rétta úr kútnum eftir frekar lufsulega byrjun. Stjörnumenn eru í vandræðum og hafa fengið 11-2 sprett í andlitið í öðrum leikhluta. 19:29 - Fyrsta leikhluta lokið. Snæfell 16 - Stjarnan 14 Það leynir sér ekki að allt er undir hjá liðunum í kvöld. Baráttan hefur verið gríðarleg og spennustigið hátt og það hefur komið nokkuð niður á fagurfræðunum. Sigurður Þorvaldsson er með 4 stig og 4 fráköst hjá Snæfelli og þeir Shouse, Zdravevski og Kjartan Kjartansson með 4 hver hjá gestunum. 19:23 - Snæfell 10 Stjarnan 7. Baráttan er gríðarleg hér í byrjun og hittni leikmanna eftir því. 4 mín eftir af fyrsta leikhluta. 19:19 - Leikur hefst. Stjarnan byrjar betur og kemst í 5-2 í upphafi leiks. Hlynur Bæringsson er kominn með tvær villur í liði Snæfells eftir þrjár og hálfa mínútu og skiptir sjálfum sér út af í kjölfarið.
Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum