Stjórnmálamenn fengu óeðlilega fyrirgreiðslu úr bönkum 21. apríl 2009 18:30 Mörg dæmi eru um að stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, aðilar tengdir þeim og forsvarsmenn lífeyrissjóða, hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Þetta var kallað vildarkjarakerfið eða "special deal". Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að fyrir bankahrunið hafi ýmsir stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn, fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá gömlu viðskiptabönkunum. Í þessum hópi var einnig fólk sem tengdist stjórnmálamönnum og forsvarsmenn lífeyrissjóða. Í sumum tilvikum var um að ræða tugmilljóna króna lán til þess að kaupa hlutabréf, meðal annars í bönkunum sjálfum, án þess að leggja fram nein veð. Slík fyrirgreiðsla var ekki í boði fyrir almenning. Þetta var í hópi banka- og stjórnmálamanna kallað "special deal" sem mætti kalla vildarkjör, eða vildarkjarakerfi stjórnmálamanna. Stundum þurfti einungis eitt símtal til þess að fá fyrirgreiðslu af þessu tagi. Ef vel gekk og hlutabréf hækkuðu í verði myndaðist eigið fé og menn högnuðust, en ef illa gekk og verð hlutabréfa lækkaði þurftu þeir ekki að taka skellinn. Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið rannsakar meðal annars hvort stjórnmálamenn hafi notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu í bankakerfinu, eins og fréttastofan hefur áður greint frá. Rannsóknanefndin hefur heimild til að keyra kennitölur stjórnmálamanna í gegnum bankakerfið til að rekja slóð fjármuna. Bankaleynd gildir ekki um þá aðgerð. Hins vegar gildir rík bankaleynd í Lúxemborg, en talið er að hluti af þessum viðskiptum hafi farið fram í gegnum dótturfélög íslensku viðskiptabankanna þar. Það torveldar starf Rannsóknarnefndarinnar, sem hefur enn ekki heimild til að fá þær upplýsingar sem hún óskar eftir að fá þaðan. Kosningar 2009 Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Mörg dæmi eru um að stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, aðilar tengdir þeim og forsvarsmenn lífeyrissjóða, hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Þetta var kallað vildarkjarakerfið eða "special deal". Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að fyrir bankahrunið hafi ýmsir stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn, fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá gömlu viðskiptabönkunum. Í þessum hópi var einnig fólk sem tengdist stjórnmálamönnum og forsvarsmenn lífeyrissjóða. Í sumum tilvikum var um að ræða tugmilljóna króna lán til þess að kaupa hlutabréf, meðal annars í bönkunum sjálfum, án þess að leggja fram nein veð. Slík fyrirgreiðsla var ekki í boði fyrir almenning. Þetta var í hópi banka- og stjórnmálamanna kallað "special deal" sem mætti kalla vildarkjör, eða vildarkjarakerfi stjórnmálamanna. Stundum þurfti einungis eitt símtal til þess að fá fyrirgreiðslu af þessu tagi. Ef vel gekk og hlutabréf hækkuðu í verði myndaðist eigið fé og menn högnuðust, en ef illa gekk og verð hlutabréfa lækkaði þurftu þeir ekki að taka skellinn. Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið rannsakar meðal annars hvort stjórnmálamenn hafi notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu í bankakerfinu, eins og fréttastofan hefur áður greint frá. Rannsóknanefndin hefur heimild til að keyra kennitölur stjórnmálamanna í gegnum bankakerfið til að rekja slóð fjármuna. Bankaleynd gildir ekki um þá aðgerð. Hins vegar gildir rík bankaleynd í Lúxemborg, en talið er að hluti af þessum viðskiptum hafi farið fram í gegnum dótturfélög íslensku viðskiptabankanna þar. Það torveldar starf Rannsóknarnefndarinnar, sem hefur enn ekki heimild til að fá þær upplýsingar sem hún óskar eftir að fá þaðan.
Kosningar 2009 Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira