Bjarki: Það er ekki langt í að ég gangi af göflunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2009 00:01 Bjarki Sigurðsson. Margir handboltaáhugamenn ráku upp stór augu um helgina þegar gamla kempan Bjarki Sigurðsson birtist í búningi FH-liðsins. Bjarki er orðinn 42 ára gamall en hefur samt ekki sagt sitt síðasta í boltanum hér heima. „Þetta voru fæstu mínútur sem ég hef spilað í leik síðan ég spilaði minn fyrsta leik fyrir Víking á sínum tíma,“ sagði Bjarki léttur. Hann spilaði nokkra leiki með Víkingi í úrvalsdeildinni í fyrra en hætti þar sem honum fannst hann ekki passa í hópinn. Héldu margir að það hefðu verið hans síðustu leikir í efstu deild en svo var nú ekki. „Ég hef verið að spila í utandeildinni en var ekki ánægður með spilamennskuna þar. Sjálfur er ég að æfa mikið, hleyp úti og er því í góðu formi. Svo hringir Einar Andri, þjálfari FH, í mig og biður mig að koma á æfingar þar sem örvhenta skyttan í liðinu hafi puttabrotnað. Ég var nú á báðum áttum en ákvað að slá til og mæta. Ég fór því úr utandeildinni í eitt sterkasta lið landsins á mettíma,“ sagði Bjarki og hló við. „Ég er þarna til þess að leysa menn af og ef ég get hjálpað til og jafnvel kennt einhverjum eitthvað þá er það hið besta mál,“ sagði Bjarki en er það ekki óðs manns æði fyrir mann á hans aldri að vera að standa í þessu? „Það hafa margir spurt mig að því hvort ég sé að ganga af göflunum. Það má kannski segja að það sé ekki langt í að ég gangi af göflunum. Annars er ég fíkill og hef bara rosalega gaman af þessu. Það er skemmtilegra að æfa með þessum strákum en að æfa einn, þó svo að ég hafi orðið gaman af því að hlaupa.“ Bjarki segir að hann fái enga sérmeðferð hjá leikmönnum FH-liðsins þó svo að hann sé kannski kominn af léttasta skeiði. Í FH-liðinu er sonur hans, Örn Ingi, og þeir feðgar spiluðu saman gegn Haukum um síðustu helgi. „Það er vissulega gaman að spila með stráknum og stór bónus. Það er líka gaman að vera í þessu flotta liði. Þarna eru góðir strákar,“ sagði Bjarki, sem ætlar að taka einn dag fyrir í einu og lofar engu um hvað hann verði lengi í viðbót í boltanum. Olís-deild karla Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sjá meira
Margir handboltaáhugamenn ráku upp stór augu um helgina þegar gamla kempan Bjarki Sigurðsson birtist í búningi FH-liðsins. Bjarki er orðinn 42 ára gamall en hefur samt ekki sagt sitt síðasta í boltanum hér heima. „Þetta voru fæstu mínútur sem ég hef spilað í leik síðan ég spilaði minn fyrsta leik fyrir Víking á sínum tíma,“ sagði Bjarki léttur. Hann spilaði nokkra leiki með Víkingi í úrvalsdeildinni í fyrra en hætti þar sem honum fannst hann ekki passa í hópinn. Héldu margir að það hefðu verið hans síðustu leikir í efstu deild en svo var nú ekki. „Ég hef verið að spila í utandeildinni en var ekki ánægður með spilamennskuna þar. Sjálfur er ég að æfa mikið, hleyp úti og er því í góðu formi. Svo hringir Einar Andri, þjálfari FH, í mig og biður mig að koma á æfingar þar sem örvhenta skyttan í liðinu hafi puttabrotnað. Ég var nú á báðum áttum en ákvað að slá til og mæta. Ég fór því úr utandeildinni í eitt sterkasta lið landsins á mettíma,“ sagði Bjarki og hló við. „Ég er þarna til þess að leysa menn af og ef ég get hjálpað til og jafnvel kennt einhverjum eitthvað þá er það hið besta mál,“ sagði Bjarki en er það ekki óðs manns æði fyrir mann á hans aldri að vera að standa í þessu? „Það hafa margir spurt mig að því hvort ég sé að ganga af göflunum. Það má kannski segja að það sé ekki langt í að ég gangi af göflunum. Annars er ég fíkill og hef bara rosalega gaman af þessu. Það er skemmtilegra að æfa með þessum strákum en að æfa einn, þó svo að ég hafi orðið gaman af því að hlaupa.“ Bjarki segir að hann fái enga sérmeðferð hjá leikmönnum FH-liðsins þó svo að hann sé kannski kominn af léttasta skeiði. Í FH-liðinu er sonur hans, Örn Ingi, og þeir feðgar spiluðu saman gegn Haukum um síðustu helgi. „Það er vissulega gaman að spila með stráknum og stór bónus. Það er líka gaman að vera í þessu flotta liði. Þarna eru góðir strákar,“ sagði Bjarki, sem ætlar að taka einn dag fyrir í einu og lofar engu um hvað hann verði lengi í viðbót í boltanum.
Olís-deild karla Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sjá meira