Viðskipti erlent

Lengsta tímabil stöðugra hækkana á álverðinu í 22 ár

Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka á markaðinum í London, ellefta daginn í röð. Þetta er lengsta tímabil stöðugra hækkana á álverðinu undanfarin 22 ár að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni.

Verð á áli hefur nú hækkað um 18% frá 13. júlí s.l. og er verðið komið í 1.843 dollara tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga.

Samkvæmt Bloomberg eru það einkum vangaveltur um að eftirspurn eftir áli hjá bíla- og dósaframleiðendum í Japan sem valda áframhaldandi uppsveiflu á álverðinu í dag. Verðið hefur hækkað um tæpt 1% frá því í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×