Ferrari og McLaren verða að vinna 8. maí 2009 10:14 Kimi Raikkönenm fyrrum meistari áritar fyrir æsta spænska áhugamenn á Barcelona brautinni. Mynd: Getty Images Ferrari og McLaren liðin verða að taka til hendinni í Formúlu 1 mótinu á Spáni um helgina. Fimmta mót ársins verður ræst af stað á sunnudag og liðin tvö hafa ekki unnið mót, né hafa ökumenn liðsins komist á verðlaunapall. Á fyrstu æfingu í morgun lagði forystumaðurinn Jenson Button hjá Brawn liðinu línurnar með því að ná besta tíma, en önnur æfing er í hádeginu. Button er með 12 stiga forskot í stigakeppni ökumanna eftir 3 sigra í 4 mótum. Öll lið mæta með verulega endurbætta bíla og flest lið eru kominn með tvöfalda loftdreifa aftan á bílanna, sem Brawn, Toyota og Williams riðu á vaðið með. Önnur lið kærðu búnaðinn en FIA taldi búnaðinn fullkomlega löglegan. Það er lykilatriði fyrir Ferrrari og McLaren að ná góðum árangri í næstu 2-3 mótum ætli liðin að vera með í toppslagnum. Sebastian Vettel hjá Red Bull er í þriðja sæti í stigamótinu og hann segir lið sitt ætla að berjast um titilinn. Button segir of snemmt að spá í titilinn enn sem komið er. "Það eru bara fjögur mót af sautján búinn, en við berjumst um sigur í hverju móti fyrir sig. Það þýðir ekkert fyrir mig að ætla að fara slaka á og verja stigaforskot mitt. Þá missi ég bara fókusinn", segir Button. Nánar um mótshelgina Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ferrari og McLaren liðin verða að taka til hendinni í Formúlu 1 mótinu á Spáni um helgina. Fimmta mót ársins verður ræst af stað á sunnudag og liðin tvö hafa ekki unnið mót, né hafa ökumenn liðsins komist á verðlaunapall. Á fyrstu æfingu í morgun lagði forystumaðurinn Jenson Button hjá Brawn liðinu línurnar með því að ná besta tíma, en önnur æfing er í hádeginu. Button er með 12 stiga forskot í stigakeppni ökumanna eftir 3 sigra í 4 mótum. Öll lið mæta með verulega endurbætta bíla og flest lið eru kominn með tvöfalda loftdreifa aftan á bílanna, sem Brawn, Toyota og Williams riðu á vaðið með. Önnur lið kærðu búnaðinn en FIA taldi búnaðinn fullkomlega löglegan. Það er lykilatriði fyrir Ferrrari og McLaren að ná góðum árangri í næstu 2-3 mótum ætli liðin að vera með í toppslagnum. Sebastian Vettel hjá Red Bull er í þriðja sæti í stigamótinu og hann segir lið sitt ætla að berjast um titilinn. Button segir of snemmt að spá í titilinn enn sem komið er. "Það eru bara fjögur mót af sautján búinn, en við berjumst um sigur í hverju móti fyrir sig. Það þýðir ekkert fyrir mig að ætla að fara slaka á og verja stigaforskot mitt. Þá missi ég bara fókusinn", segir Button. Nánar um mótshelgina
Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira