Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun og hefur Morgan Stanley-vísitalan fyrir Asíu ekki tekið jafnmikið stökk upp á við síðan um miðjan desember. HSBC, stærsti banki Evrópu, hækkaði um 7,1 prósent á markaði í Hong Kong eftir að afkomutölur hans fyrir janúar voru birtar en þær reyndust mun skárri en talið hafði verið. Þá hækkaði japanska Nikkei-vísitalan um fjögur prósent.

