Hlutabréf á mörkuðum í Asíu lækkuðu í verði í morgun og hafa helstu hlutabréfavísitölur álfunnar ekki tekið lægri stöðu í þrjár vikur. Til dæmis féll stærsta líftryggingafyrirtæki Japans um 10 prósent og stórfyrirtæki sem framleiðir minniskubba í tölvur lækkaði í verði um tæp níu prósent. Lækkunin er að miklu leyti rakin til svartrar skýrslu japanskra stjórnvalda um samdrátt í efnahagslífi þjóðarinnar sem hefur ekki verið meiri í á fjórða áratug.
