Bankadrottning Nígeríu fundin og komin í yfirheyrslur 27. ágúst 2009 12:41 Tveimur af bankastjórnendum Nígeríu tókst að forðað handtöku og lögðu á flótta í vikunni. Annar þeirra, Cecilia Ibru, fyrrverandi framkvæmdastjóri Oceanic Bank, gaf sig fram við lögreglu síðdegis í gær og er verið að yfirheyra hana. Ibru var lengi vel nefnd drottning bankaviðskipta í Nígeríu og heimsþekktur fjármálasérfræðingur. Hún barst mikið á í nígerísku samfélagi. Hún er grunuð um fjársvik, innherjaviðskipti og peningaþvætti. Alþjóðabankinn fagnar þeirri ákvörðun Nígeríustjórnar að auka gagnsæi í bankakerfi landsins. Nígerísk yfirvöld hafa tekið yfir fimm banka til að forða þeim frá falli. Einn bankastjórnandi sem var eftirlýstur fyrir svik gaf sig fram í gærkvöldi. Stórir skuldarar sem ekki gerðu upp við bankana fyrir frest sem rann út í fyrradag eiga nú á hættu að vera handteknir. Seðlabanki Nígeríu tók bankana fimm, sem höfðu saman um fjörutíu prósent markaðshlutdeild, yfir fyrir hálfum mánuði og dældi jafnvirði nærri þrjú hundruð og fjörutíu milljörðum íslenskra króna inn í þá. Sú ástæða var gefin að varaforðar þeirra væru of litlir vegna slæmra útlána upp á jafnvirði nærri níu hundruð og sextíu milljarða króna sem munu hafa verið veitt gegn litlum eða engum veðum. Allir stjórnendur bankanna voru reknir og sumir handteknir grunaðir um fjársvik, peningaþvætti og aðild að sýndarviðskiptum til að halda uppi verðmati bankanna. En það eru ekki bara stjórnendur sem eru eftirlýstir heldur núna einnig þeir sem fengu lán. Seðlabankinn birti í síðustu viku lista yfir stærstu skuldara bankanna fimm sem samanlagt skulda bankanum jafnvirði nærri sex hundruð og fimmtíu milljarða króna. Þeir var gefin frestur fram á síðasta þriðjudagskvöld til að greiða upp skuldir sínar. Á listanum eru mörg stærstu fyrirtæki Nígeríu og helstu viðskiptajöfrar landsins. Hópur þeirra segist ekki eiga heima á listanum og hótar málsókn. Nígeríska lögreglan leitar þeirra sem ekki hafa greitt lánin sín. Lamido Sanusi, nýr seðlabankastjóri, er sagður hafa keyrt aðgerðir efnahagsbrotadeildar lögreglunnar áfram í málinu og mun hafa notið stuðnings frá Umaru Yar' Adua, forseta Nígeríu. Honum hefur einnig borist stuðningur frá Alþjóðabankanum. Nígeríski vefmiðillinn Daily Trust hefur eftir Onno Ruhl, fulltrúa Alþjóðabankans í Nígeríu, að hann sé ánægður með að gagnsæi í nígerískum bankaviðskiptum hafi verið aukið. Það geti síðan orðið til að hægt verði að halda efnahag landsins á floti án nokkurs stuðnings frá Alþjóðabankanum. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tveimur af bankastjórnendum Nígeríu tókst að forðað handtöku og lögðu á flótta í vikunni. Annar þeirra, Cecilia Ibru, fyrrverandi framkvæmdastjóri Oceanic Bank, gaf sig fram við lögreglu síðdegis í gær og er verið að yfirheyra hana. Ibru var lengi vel nefnd drottning bankaviðskipta í Nígeríu og heimsþekktur fjármálasérfræðingur. Hún barst mikið á í nígerísku samfélagi. Hún er grunuð um fjársvik, innherjaviðskipti og peningaþvætti. Alþjóðabankinn fagnar þeirri ákvörðun Nígeríustjórnar að auka gagnsæi í bankakerfi landsins. Nígerísk yfirvöld hafa tekið yfir fimm banka til að forða þeim frá falli. Einn bankastjórnandi sem var eftirlýstur fyrir svik gaf sig fram í gærkvöldi. Stórir skuldarar sem ekki gerðu upp við bankana fyrir frest sem rann út í fyrradag eiga nú á hættu að vera handteknir. Seðlabanki Nígeríu tók bankana fimm, sem höfðu saman um fjörutíu prósent markaðshlutdeild, yfir fyrir hálfum mánuði og dældi jafnvirði nærri þrjú hundruð og fjörutíu milljörðum íslenskra króna inn í þá. Sú ástæða var gefin að varaforðar þeirra væru of litlir vegna slæmra útlána upp á jafnvirði nærri níu hundruð og sextíu milljarða króna sem munu hafa verið veitt gegn litlum eða engum veðum. Allir stjórnendur bankanna voru reknir og sumir handteknir grunaðir um fjársvik, peningaþvætti og aðild að sýndarviðskiptum til að halda uppi verðmati bankanna. En það eru ekki bara stjórnendur sem eru eftirlýstir heldur núna einnig þeir sem fengu lán. Seðlabankinn birti í síðustu viku lista yfir stærstu skuldara bankanna fimm sem samanlagt skulda bankanum jafnvirði nærri sex hundruð og fimmtíu milljarða króna. Þeir var gefin frestur fram á síðasta þriðjudagskvöld til að greiða upp skuldir sínar. Á listanum eru mörg stærstu fyrirtæki Nígeríu og helstu viðskiptajöfrar landsins. Hópur þeirra segist ekki eiga heima á listanum og hótar málsókn. Nígeríska lögreglan leitar þeirra sem ekki hafa greitt lánin sín. Lamido Sanusi, nýr seðlabankastjóri, er sagður hafa keyrt aðgerðir efnahagsbrotadeildar lögreglunnar áfram í málinu og mun hafa notið stuðnings frá Umaru Yar' Adua, forseta Nígeríu. Honum hefur einnig borist stuðningur frá Alþjóðabankanum. Nígeríski vefmiðillinn Daily Trust hefur eftir Onno Ruhl, fulltrúa Alþjóðabankans í Nígeríu, að hann sé ánægður með að gagnsæi í nígerískum bankaviðskiptum hafi verið aukið. Það geti síðan orðið til að hægt verði að halda efnahag landsins á floti án nokkurs stuðnings frá Alþjóðabankanum.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira